Febrúarspá Siggu Kling – Meyjan: Pældu ekki í annarra manna slóðagangi Sigga Kling skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Elsku meyjan mín, ég hef lært það í gegnum tíðina að meta meyjur meira en önnur merki. Ég var t.d í London í vikunni með skemmtilegum hópi og allt var dálítið út og suður hjá okkur. Og þegar ég skoðaði betur, þá var engin meyja í partýinu. Ef meyjan hefði verið hjá mér hefði allt gengið upp hjá mér á réttum tíma - næst verður þér boðið. Það er mjög mikilvægt núna í febrúar og mars, að þú rekir aðeins á eftir þér. Segðu við þig: „kláraðu þetta, kláraðu hitt,“ því að þú ert að silast of mikið áfram miðað við þinn einstaka kraft og skipulag. Auðvitað átt þú að taka eitt skref í einu, en vertu meðvituð um að þú ert að láta drauma þína rætast. Pældu ekki í annarra manna slóðagangi, það er algerlega undir þér komið að redda málunum. Í allri þinni birtu áttu það til að einangra þig, draga þig inn í skel og loka. Þetta er alls ekki heppilegt fyrir þig svo að þú þarft að taka þig stundum upp á hnakkadrambinu og fleygja þér út í hringiðu lífsins. Eftir því sem meira er að gera, þá magnast máttur þinn. Þú hefur svo dásamlega ákveðna orku og þessi fallega og heillandi framkoma þín sem þú svo sannarlega hefur, gerir þig að miðpunkti í hvaða partýi sem er. Þetta er það eina sem þú þarft að muna og helst að húðflúra í huga þinn, því að þú ert að fara inn í tíma framkvæmda þar sem þú ein og sjálf hefur titilinn „ég get það sem að ég vil, því að það er í eðli mínu“. Í ástinni þarft þú að nota aðrar aðferðir. Þú þarft að skoða af hverju varðst þú ástfangin af þessari manneskju, hvaða helstu kostir hennar láta þig vera stolt af henni, og alls ekki reyna að breyta þeim sem þú elskar eða ert skotin í. Þú hefur nefnilega svolitla tilhneigingu til að vilja að stjórna þeim sem þú ert ástfangin af og átt það til að láta það fara of mikið í pirrurnar á þér ef þú hefur ekki völdin. Með þessu getur þú tapað parti af orku þinni. Mottó – þettareddastalltaf.isFrægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar, baráttukona. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Elsku meyjan mín, ég hef lært það í gegnum tíðina að meta meyjur meira en önnur merki. Ég var t.d í London í vikunni með skemmtilegum hópi og allt var dálítið út og suður hjá okkur. Og þegar ég skoðaði betur, þá var engin meyja í partýinu. Ef meyjan hefði verið hjá mér hefði allt gengið upp hjá mér á réttum tíma - næst verður þér boðið. Það er mjög mikilvægt núna í febrúar og mars, að þú rekir aðeins á eftir þér. Segðu við þig: „kláraðu þetta, kláraðu hitt,“ því að þú ert að silast of mikið áfram miðað við þinn einstaka kraft og skipulag. Auðvitað átt þú að taka eitt skref í einu, en vertu meðvituð um að þú ert að láta drauma þína rætast. Pældu ekki í annarra manna slóðagangi, það er algerlega undir þér komið að redda málunum. Í allri þinni birtu áttu það til að einangra þig, draga þig inn í skel og loka. Þetta er alls ekki heppilegt fyrir þig svo að þú þarft að taka þig stundum upp á hnakkadrambinu og fleygja þér út í hringiðu lífsins. Eftir því sem meira er að gera, þá magnast máttur þinn. Þú hefur svo dásamlega ákveðna orku og þessi fallega og heillandi framkoma þín sem þú svo sannarlega hefur, gerir þig að miðpunkti í hvaða partýi sem er. Þetta er það eina sem þú þarft að muna og helst að húðflúra í huga þinn, því að þú ert að fara inn í tíma framkvæmda þar sem þú ein og sjálf hefur titilinn „ég get það sem að ég vil, því að það er í eðli mínu“. Í ástinni þarft þú að nota aðrar aðferðir. Þú þarft að skoða af hverju varðst þú ástfangin af þessari manneskju, hvaða helstu kostir hennar láta þig vera stolt af henni, og alls ekki reyna að breyta þeim sem þú elskar eða ert skotin í. Þú hefur nefnilega svolitla tilhneigingu til að vilja að stjórna þeim sem þú ert ástfangin af og átt það til að láta það fara of mikið í pirrurnar á þér ef þú hefur ekki völdin. Með þessu getur þú tapað parti af orku þinni. Mottó – þettareddastalltaf.isFrægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar, baráttukona.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira