Febrúarspá Siggu Kling – Meyjan: Pældu ekki í annarra manna slóðagangi Sigga Kling skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Elsku meyjan mín, ég hef lært það í gegnum tíðina að meta meyjur meira en önnur merki. Ég var t.d í London í vikunni með skemmtilegum hópi og allt var dálítið út og suður hjá okkur. Og þegar ég skoðaði betur, þá var engin meyja í partýinu. Ef meyjan hefði verið hjá mér hefði allt gengið upp hjá mér á réttum tíma - næst verður þér boðið. Það er mjög mikilvægt núna í febrúar og mars, að þú rekir aðeins á eftir þér. Segðu við þig: „kláraðu þetta, kláraðu hitt,“ því að þú ert að silast of mikið áfram miðað við þinn einstaka kraft og skipulag. Auðvitað átt þú að taka eitt skref í einu, en vertu meðvituð um að þú ert að láta drauma þína rætast. Pældu ekki í annarra manna slóðagangi, það er algerlega undir þér komið að redda málunum. Í allri þinni birtu áttu það til að einangra þig, draga þig inn í skel og loka. Þetta er alls ekki heppilegt fyrir þig svo að þú þarft að taka þig stundum upp á hnakkadrambinu og fleygja þér út í hringiðu lífsins. Eftir því sem meira er að gera, þá magnast máttur þinn. Þú hefur svo dásamlega ákveðna orku og þessi fallega og heillandi framkoma þín sem þú svo sannarlega hefur, gerir þig að miðpunkti í hvaða partýi sem er. Þetta er það eina sem þú þarft að muna og helst að húðflúra í huga þinn, því að þú ert að fara inn í tíma framkvæmda þar sem þú ein og sjálf hefur titilinn „ég get það sem að ég vil, því að það er í eðli mínu“. Í ástinni þarft þú að nota aðrar aðferðir. Þú þarft að skoða af hverju varðst þú ástfangin af þessari manneskju, hvaða helstu kostir hennar láta þig vera stolt af henni, og alls ekki reyna að breyta þeim sem þú elskar eða ert skotin í. Þú hefur nefnilega svolitla tilhneigingu til að vilja að stjórna þeim sem þú ert ástfangin af og átt það til að láta það fara of mikið í pirrurnar á þér ef þú hefur ekki völdin. Með þessu getur þú tapað parti af orku þinni. Mottó – þettareddastalltaf.isFrægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar, baráttukona. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Elsku meyjan mín, ég hef lært það í gegnum tíðina að meta meyjur meira en önnur merki. Ég var t.d í London í vikunni með skemmtilegum hópi og allt var dálítið út og suður hjá okkur. Og þegar ég skoðaði betur, þá var engin meyja í partýinu. Ef meyjan hefði verið hjá mér hefði allt gengið upp hjá mér á réttum tíma - næst verður þér boðið. Það er mjög mikilvægt núna í febrúar og mars, að þú rekir aðeins á eftir þér. Segðu við þig: „kláraðu þetta, kláraðu hitt,“ því að þú ert að silast of mikið áfram miðað við þinn einstaka kraft og skipulag. Auðvitað átt þú að taka eitt skref í einu, en vertu meðvituð um að þú ert að láta drauma þína rætast. Pældu ekki í annarra manna slóðagangi, það er algerlega undir þér komið að redda málunum. Í allri þinni birtu áttu það til að einangra þig, draga þig inn í skel og loka. Þetta er alls ekki heppilegt fyrir þig svo að þú þarft að taka þig stundum upp á hnakkadrambinu og fleygja þér út í hringiðu lífsins. Eftir því sem meira er að gera, þá magnast máttur þinn. Þú hefur svo dásamlega ákveðna orku og þessi fallega og heillandi framkoma þín sem þú svo sannarlega hefur, gerir þig að miðpunkti í hvaða partýi sem er. Þetta er það eina sem þú þarft að muna og helst að húðflúra í huga þinn, því að þú ert að fara inn í tíma framkvæmda þar sem þú ein og sjálf hefur titilinn „ég get það sem að ég vil, því að það er í eðli mínu“. Í ástinni þarft þú að nota aðrar aðferðir. Þú þarft að skoða af hverju varðst þú ástfangin af þessari manneskju, hvaða helstu kostir hennar láta þig vera stolt af henni, og alls ekki reyna að breyta þeim sem þú elskar eða ert skotin í. Þú hefur nefnilega svolitla tilhneigingu til að vilja að stjórna þeim sem þú ert ástfangin af og átt það til að láta það fara of mikið í pirrurnar á þér ef þú hefur ekki völdin. Með þessu getur þú tapað parti af orku þinni. Mottó – þettareddastalltaf.isFrægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar, baráttukona.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira