Hlýjasta árið í 171 árs sögu veðurmælinga Svavar Hávarðsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Veðurmælingar hófust í Stykkishólmi haustið 1845 og aldrei hefur verið hlýrra. Fréttablaðið/Vilhelm Það liggur nú fyrir að árið 2016 er það hlýjasta frá upphafi mælinga á Íslandi. Þetta sýna samfelldar veðurathuganir í Stykkishólmi nær 171 ár aftur í tímann eða til haustsins 1845. Þetta kemur fram í skrifum þeirra Halldórs Björnssonar, hópstjóra loftslagsrannsókna, og Trausta Jónssonar, sérfræðings í veðurfarsrannsóknum, hjá Veðurstofu Íslands. Mæliröðin er lengsta órofna mæliröð á Íslandi og á tímabilinu lýsa þeir Halldór og Trausti sögu hitafars í Stykkishólmi, og líklega á landinu öllu, þannig að veðurfar var kalt á síðari hluta 19. aldar og ekki tók að hlýna verulega fyrr en á þriðja áratug 20. aldar. Hlýindakaflanum lauk á sjöunda áratugnum en þá tók við kuldaskeið fram undir lok aldarinnar. Síðan þá hefur hlýnað og eru síðustu ár með þeim hlýjustu frá því mælingar hófust og síðasta ár það allra hlýjasta. Á hnattræna vísu var árið 2016 einnig hlýjasta ár síðan farið var að mæla hita nægilega víða til þess að leggja megi traust mat á meðalhita jarðar, skrifa þeir Halldór og Trausti. „Eðlilegt er að líta á þá hlýnun sem orðið hefur í Stykkishólmi síðan mælingar hófust, sem sambland af áratugalöngum hitasveiflum og hnattrænni hlýnun. Meðan ekki dregur úr hnattrænni hlýnun er því líklegt að til lengri tíma litið hlýni áfram í Stykkishólmi þótt náttúrulegar sveiflur í hitafari kunni að draga úr eða auka við hlýnun nokkra áratugi í senn.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Það liggur nú fyrir að árið 2016 er það hlýjasta frá upphafi mælinga á Íslandi. Þetta sýna samfelldar veðurathuganir í Stykkishólmi nær 171 ár aftur í tímann eða til haustsins 1845. Þetta kemur fram í skrifum þeirra Halldórs Björnssonar, hópstjóra loftslagsrannsókna, og Trausta Jónssonar, sérfræðings í veðurfarsrannsóknum, hjá Veðurstofu Íslands. Mæliröðin er lengsta órofna mæliröð á Íslandi og á tímabilinu lýsa þeir Halldór og Trausti sögu hitafars í Stykkishólmi, og líklega á landinu öllu, þannig að veðurfar var kalt á síðari hluta 19. aldar og ekki tók að hlýna verulega fyrr en á þriðja áratug 20. aldar. Hlýindakaflanum lauk á sjöunda áratugnum en þá tók við kuldaskeið fram undir lok aldarinnar. Síðan þá hefur hlýnað og eru síðustu ár með þeim hlýjustu frá því mælingar hófust og síðasta ár það allra hlýjasta. Á hnattræna vísu var árið 2016 einnig hlýjasta ár síðan farið var að mæla hita nægilega víða til þess að leggja megi traust mat á meðalhita jarðar, skrifa þeir Halldór og Trausti. „Eðlilegt er að líta á þá hlýnun sem orðið hefur í Stykkishólmi síðan mælingar hófust, sem sambland af áratugalöngum hitasveiflum og hnattrænni hlýnun. Meðan ekki dregur úr hnattrænni hlýnun er því líklegt að til lengri tíma litið hlýni áfram í Stykkishólmi þótt náttúrulegar sveiflur í hitafari kunni að draga úr eða auka við hlýnun nokkra áratugi í senn.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira