Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 11:40 Sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á Kópavogshæli var kynnt í gær. vísir/gva Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Skýrslan var unnin af vistheimilanefnd en hún starfar samkvæmt lögum frá árinu 2007 þar sem kveðið var á um að rannsaka skyldi aðbúnað og daglegt líf á vist-og meðferðarheimilum fyrir börn sem starfrækt voru hér á landi á síðustu öld. Auk Kópavogshælis var um að ræða Breiðavík, Vistheimilið Kumbaravog, Heyrnleysingjaskólann, Stúlknaheimilið Bjarg, Vistheimilið Reykjahlíð, Heimavistarskólann Jaðar, Upptökuheimili ríkisins, Unglingaheimili ríkisins og Vistheimilið Silungapoll. Í dag eru alls um 100 manns á lífi sem vistuð voru á Kópavogshæli sem gætu átt rétt á bótum á grundvelli laga um sanngirnisbætur sem sett voru árið 2010. Þau tóku til heimilanna níu sem nefnd eru hér að ofan og þá var þeim síðar breytt þannig að þau fyrrverandi nemendur Landakotsskóla eigi líka rétt á bótum. Ríkið hefur alls greitt út rúma tvo milljarða í sanngirnisbætur til einstaklinga sem vistaðir voru sem börn á þessum heimilum og sættu þar illri meðferð og ofbeldi. Hámarksbótagreiðsla til einstaklings er í dag rúmar sjö milljónir króna en bæturnar eru skattfrjálsar og skerða ekki aðrar greiðslur, til að mynda úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að 80 milljónir fari á þessu ári til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli. Þá eru 50 milljónir eyrnamerktar þeim sem voru í Heyrnleysingjaskólanum. Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Skýrslan var unnin af vistheimilanefnd en hún starfar samkvæmt lögum frá árinu 2007 þar sem kveðið var á um að rannsaka skyldi aðbúnað og daglegt líf á vist-og meðferðarheimilum fyrir börn sem starfrækt voru hér á landi á síðustu öld. Auk Kópavogshælis var um að ræða Breiðavík, Vistheimilið Kumbaravog, Heyrnleysingjaskólann, Stúlknaheimilið Bjarg, Vistheimilið Reykjahlíð, Heimavistarskólann Jaðar, Upptökuheimili ríkisins, Unglingaheimili ríkisins og Vistheimilið Silungapoll. Í dag eru alls um 100 manns á lífi sem vistuð voru á Kópavogshæli sem gætu átt rétt á bótum á grundvelli laga um sanngirnisbætur sem sett voru árið 2010. Þau tóku til heimilanna níu sem nefnd eru hér að ofan og þá var þeim síðar breytt þannig að þau fyrrverandi nemendur Landakotsskóla eigi líka rétt á bótum. Ríkið hefur alls greitt út rúma tvo milljarða í sanngirnisbætur til einstaklinga sem vistaðir voru sem börn á þessum heimilum og sættu þar illri meðferð og ofbeldi. Hámarksbótagreiðsla til einstaklings er í dag rúmar sjö milljónir króna en bæturnar eru skattfrjálsar og skerða ekki aðrar greiðslur, til að mynda úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að 80 milljónir fari á þessu ári til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli. Þá eru 50 milljónir eyrnamerktar þeim sem voru í Heyrnleysingjaskólanum.
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15