Asíski draumurinn hafinn: „Átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2017 10:30 Strákarnir í höfuðstöðvum Dohop á föstudaginn ásamt Jóhanni Þórssyni, markaðsstjóra Dohop. vísir/eyþór Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn hófust í gær. Þar munu koma fram Auðunn Blöndan, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð. Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012. „Vonandi sleppur þetta. Það eru svona átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim,“ segir Steindi Jr. „Þetta leggst alveg hrikalega vel í okkur. Við erum búnir að undirbúa okkur vel en vissulega eru alltaf einhverjir óvissuþættir, en það er nú fallega við þetta allt saman. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að vinna keppnina en eins og þið vitið þá er Auðunn Blöndal með mér í liði og við erum báðir með mikið keppnisskap.“ Hann segir að þegar þessi lið mættust í Evrópska draumnum þá hafi þeir tapað á svindli. „Að okkar mati. Við erum hungraðir og brjálaðir, þetta verður eins og að stela nammi af barni. Sem er reyndar í stigareglunum, án gríns, veit ekkert hvernig það komast þarna inn.“ Steindi segist vera mjög stressaður fyrir þessu ferðalagi. „Ég er stressaður fyrir eins og til dæmis bara hugmyndin að fara fíflast í fólki í landi sem ég vissi varla að væri til. Það er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera þegar ég kom inn í þennan heim. Svo veit ég ekki alveg hvernig stemningin er þarna í Asíu, þetta er auðvitað allt annar menningarheimur,“ segir Steindi og er hræddur við að þurfa að borða djúpsteiktar tarantúlur eða boxa við kengúrur. Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni. Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa. Drengirnir mættu allir í höfuðstöðvar DOHOP á föstudaginn og sóttu flugmiðana sína. Þeir héldu síðan út til Asíu í gær. Hér í London skilja leiðir. Let the games BEIJING! #Asískidraumurinn A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jan 23, 2017 at 11:08am PST Asíski draumurinn Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn hófust í gær. Þar munu koma fram Auðunn Blöndan, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð. Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012. „Vonandi sleppur þetta. Það eru svona átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim,“ segir Steindi Jr. „Þetta leggst alveg hrikalega vel í okkur. Við erum búnir að undirbúa okkur vel en vissulega eru alltaf einhverjir óvissuþættir, en það er nú fallega við þetta allt saman. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að vinna keppnina en eins og þið vitið þá er Auðunn Blöndal með mér í liði og við erum báðir með mikið keppnisskap.“ Hann segir að þegar þessi lið mættust í Evrópska draumnum þá hafi þeir tapað á svindli. „Að okkar mati. Við erum hungraðir og brjálaðir, þetta verður eins og að stela nammi af barni. Sem er reyndar í stigareglunum, án gríns, veit ekkert hvernig það komast þarna inn.“ Steindi segist vera mjög stressaður fyrir þessu ferðalagi. „Ég er stressaður fyrir eins og til dæmis bara hugmyndin að fara fíflast í fólki í landi sem ég vissi varla að væri til. Það er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera þegar ég kom inn í þennan heim. Svo veit ég ekki alveg hvernig stemningin er þarna í Asíu, þetta er auðvitað allt annar menningarheimur,“ segir Steindi og er hræddur við að þurfa að borða djúpsteiktar tarantúlur eða boxa við kengúrur. Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni. Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa. Drengirnir mættu allir í höfuðstöðvar DOHOP á föstudaginn og sóttu flugmiðana sína. Þeir héldu síðan út til Asíu í gær. Hér í London skilja leiðir. Let the games BEIJING! #Asískidraumurinn A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jan 23, 2017 at 11:08am PST
Asíski draumurinn Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira