Fólkið sem leitaði í dag: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 21. janúar 2017 20:30 Yfir 500 manns víðsvegar af landinu komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir í dag. Svo gott sem allt Suðvesturhornið var undir en leitinni var alls deilt niður í um 2000 verkefni og var um helmingi þeirra lokið í dag. Leit dagsins var stöðvuð nú um klukkan 20 og verður framhaldið á morgun. Björgunarsveitar fólk byrjaði að streyma að húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar um klukkan 8 í morgun en þar er miðstöð leitarmanna yfir helgina. Hópur sjálfboðaliða sá til þessa að leitarfólk lagði ekki svangt af stað út í daginn. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að fólk fái að borða og við höfum aflað matar hjá fyrirtækjum hjá öðrum. Það hafa allir verið mjög almennilegir og góðir við okkur og gefið okkur mikinn mat,“ segir Sigurbjörg Hilmarsdóttir hjá Slysavarnardeildinni Hraunprýði sem passaði ásamt öðrum upp á að heitt var á könnunni allan daginn. Meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni í dag var Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, en hún og leitarhundur hennar eru í hundabjörgunarsveit Íslands.Þverskurður þjóðarinnar „Landsbjörg er náttúrulega sjálboðaliðahreyfing og hér er fólk úr öllum stigum og stéttum samfélagsins og þannig á Landsbjörg að vera. Hér eru fyrrverandi alþingismenn, hér eru vélfræðingar, bifvélavirkjar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Á svona stundu þá sameinast þessi hópur, þetta er þverskurður þjóðarinnar. Þannig er Landsbjörg uppbyggð og þannig á hún að vera,“ segir Ólína. Sumir ferðuðust jafnvel langa leið til að taka þátt í leitinni, til að mynda Teitur Magnússon frá Björgunarsveit Ísafjarðar.Íris Marelsdóttir„Við reynum að leggja kapp á það að aðstoða þegar hægt er,“ sagði Teitur. Allir sem gátu reyndu að svara kallinu. Íris Marelsdóttir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi mætti með börnum og tengdabörnum.Sjá einnig: Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag „Nú eru allir kallaðir út, allt baklandið, og eins og fyrir mig þá fer ég ekki af stað fyrr en allir eru búnir að leita í nokkra daga. Ég er búin að vera svo lengi í þessu að nú rennur mér bara blóðið til skyldunnar. Að mæta og gera eitthvað gagn.“ Hópnum var skipt upp enda leitarsvæðið stórt, allt frá Selfossi til Borgarness. Fréttastofan slóst í hóp með björgunarsveitarmönnum að norðan sem sögðu að leitarskilyrði hafi bara verið fín í dag, þrátt fyrir rigningu. Þeir voru sendir að Hvaleyrarvatni en frægt er orðið þegar lögreglan var send þangað eftir háværan orðróm á samfélagsmiðlum.Sjá einnig: Lögreglan sendir fulltrúa aftur að Hvaleyrarvatni til að bregðast við háværum orðrómiÞað var margt um manninn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í morgunvísirÞakklátur þjóðarhjartanu Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysvarnarfélagsins Landsbjargar segir leitaraðgerð dagsins hafa gengið „alveg afskaplega vel“ sem rekja má til góðs skipulags undanfarinna daga. „Það var lagt upp með um 2000 verkefni fyrir leitarhópana og það er eitthvað um 50% sem er lokið nú þegar.“ Hann segir ýmislegt hafa fundist í dag - ekkert sem hægt er þó að tengja hvarfi Birnu. Hann þakkar velvilja þjóðarinnar sem meðal annars hefur birst í veglegum matar- og aðfangagjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum landsins. „Þetta er mál sem er í raun mál þjóðarinnar, þjóðarhjartað slær í okkar takti. Við höfum sannarlega fundið fyrir þessu og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og alla aðstoð sem við höfum fengið. Það er alveg ómetanlegt,“ segir Þorsteinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtölin og svipmyndir af vettvangi, sem og hvernig var um að litast í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Yfir 500 manns víðsvegar af landinu komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir í dag. Svo gott sem allt Suðvesturhornið var undir en leitinni var alls deilt niður í um 2000 verkefni og var um helmingi þeirra lokið í dag. Leit dagsins var stöðvuð nú um klukkan 20 og verður framhaldið á morgun. Björgunarsveitar fólk byrjaði að streyma að húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar um klukkan 8 í morgun en þar er miðstöð leitarmanna yfir helgina. Hópur sjálfboðaliða sá til þessa að leitarfólk lagði ekki svangt af stað út í daginn. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að fólk fái að borða og við höfum aflað matar hjá fyrirtækjum hjá öðrum. Það hafa allir verið mjög almennilegir og góðir við okkur og gefið okkur mikinn mat,“ segir Sigurbjörg Hilmarsdóttir hjá Slysavarnardeildinni Hraunprýði sem passaði ásamt öðrum upp á að heitt var á könnunni allan daginn. Meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni í dag var Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, en hún og leitarhundur hennar eru í hundabjörgunarsveit Íslands.Þverskurður þjóðarinnar „Landsbjörg er náttúrulega sjálboðaliðahreyfing og hér er fólk úr öllum stigum og stéttum samfélagsins og þannig á Landsbjörg að vera. Hér eru fyrrverandi alþingismenn, hér eru vélfræðingar, bifvélavirkjar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Á svona stundu þá sameinast þessi hópur, þetta er þverskurður þjóðarinnar. Þannig er Landsbjörg uppbyggð og þannig á hún að vera,“ segir Ólína. Sumir ferðuðust jafnvel langa leið til að taka þátt í leitinni, til að mynda Teitur Magnússon frá Björgunarsveit Ísafjarðar.Íris Marelsdóttir„Við reynum að leggja kapp á það að aðstoða þegar hægt er,“ sagði Teitur. Allir sem gátu reyndu að svara kallinu. Íris Marelsdóttir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi mætti með börnum og tengdabörnum.Sjá einnig: Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag „Nú eru allir kallaðir út, allt baklandið, og eins og fyrir mig þá fer ég ekki af stað fyrr en allir eru búnir að leita í nokkra daga. Ég er búin að vera svo lengi í þessu að nú rennur mér bara blóðið til skyldunnar. Að mæta og gera eitthvað gagn.“ Hópnum var skipt upp enda leitarsvæðið stórt, allt frá Selfossi til Borgarness. Fréttastofan slóst í hóp með björgunarsveitarmönnum að norðan sem sögðu að leitarskilyrði hafi bara verið fín í dag, þrátt fyrir rigningu. Þeir voru sendir að Hvaleyrarvatni en frægt er orðið þegar lögreglan var send þangað eftir háværan orðróm á samfélagsmiðlum.Sjá einnig: Lögreglan sendir fulltrúa aftur að Hvaleyrarvatni til að bregðast við háværum orðrómiÞað var margt um manninn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í morgunvísirÞakklátur þjóðarhjartanu Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysvarnarfélagsins Landsbjargar segir leitaraðgerð dagsins hafa gengið „alveg afskaplega vel“ sem rekja má til góðs skipulags undanfarinna daga. „Það var lagt upp með um 2000 verkefni fyrir leitarhópana og það er eitthvað um 50% sem er lokið nú þegar.“ Hann segir ýmislegt hafa fundist í dag - ekkert sem hægt er þó að tengja hvarfi Birnu. Hann þakkar velvilja þjóðarinnar sem meðal annars hefur birst í veglegum matar- og aðfangagjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum landsins. „Þetta er mál sem er í raun mál þjóðarinnar, þjóðarhjartað slær í okkar takti. Við höfum sannarlega fundið fyrir þessu og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og alla aðstoð sem við höfum fengið. Það er alveg ómetanlegt,“ segir Þorsteinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtölin og svipmyndir af vettvangi, sem og hvernig var um að litast í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?