Lífið

Pétur baulaði á ofninn og Gummi Ben vitnaði í Megas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísskápastríð er skemmtilegur matreiðsluþáttur í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben sem jafnframt gegna hlutverki liðsstjóra. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum og hefur fengið góðar viðtökur.

Í hverjum þætti fá Eva og Gummi til sín keppendur sem þau skipta með sér í lið. Keppnin gengur svo út á það að í byrjun fá þau að velja einn ísskáp af nokkrum mögulegum og í hverjum ísskáp er hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt.

Keppendur og liðsstjórar þurfa svo að vinna innan ákveðins tímaramma til að töfra fram þrjá girnilega rétti. Að lokum fellur það í hlut dómaranna að velja sigurvegara kvöldsins. Dómarar eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.

Það má segja að þátturinn sé blanda af mörgum vinsælum matreiðsluþáttum í gegnum tíðina til að mynda Masterchef og Einn, Tveir og Elda.

Í síðasta þætti mættu þau Pétur Jóhann Sigfússon og Ólafía Hrönn Jónsdóttir og fóru á kostum í matargerð. Ólafía var meira í matargerð en Pétur í einhverju allt öðru. Pétur tók aftur á móti upp á því að baula eins belja að ofninum, og það með miklum tilþrifum.

Svo er Gummi Ben farinn að vitna í Megas og skellti í eina línu úr laginu Fatlafól en hér að neðan má sjá þegar liðin matreiddu aðalrétt kvöldsins. 

Textinn úr Fatlaflón hljóðar svona; „Þeir tóku hann upp með kíttisspaða og settu hann beint á sjónminjasafnið“

Guðmundur var mjög nálægt þessu en gengur bara betur næst. Pétur baular þegar 7:30 eru liðnar af myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×