Öskjuhlíð verður ekki söm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2017 18:45 Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur. Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur.
Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels