Innlent

Þaulskipulagt innbrot í geymslu listakonunnar Karólínu: „Svolítið ógnvekjandi“

Birgir Olgeirsson skrifar
Eitt af verkum Karólínu sem þjófarnir skildu eftir.
Eitt af verkum Karólínu sem þjófarnir skildu eftir. Vísir/Facebook
„Þetta innbrot hefur verið afar vel skipulagt og þeir höfðu aðeins hug á þessum málverkum, sem er svolítið ógnvekjandi,“ segir Stephen Lárus Stephen en sjö ókláruðum málverkum móður hans, Karólínu Lárusdóttur, var stolið úr geymslu við Vatnsstíg í Reykjavík um hátíðirnar.

Stephen segir í samtali við Vísi að talið sé að innbrotið hafi verið framið á tímabilinu 23. desember til 28 desember.

Hann segir þessar myndir afar verðmætar fjölskyldunni því þær eru þær síðustu sem móðir hans vann að áður en hún fékk heilablóðfall árið 2013. Hún hefur verið óvinnufær síðan og ekki getað klárað þær.

Hann segir nánast enga leið fyrir þjófana að selja myndirnar hér á landi. „Ég myndi þekkja þessi verk samstundis, þau eru svo sérstök miðað við önnur málverk móður minna. Það myndi komast samstundis upp,“ segir Stephen.

Hann vonar að þjófarnir muni komast að því og skila verkunum þegar það gerist.

Stephen segir að talið sé að eitthvað hafi hrætt þjófana því þeir skildu fjögur málverk eftir í geymslunni. Þeir létu hins vegar allt annað í friði í geymslunni en þurftu að hafa fyrir því að finna þessi verk sem voru vel falin.

Hann hvetur þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt um málið að hafa samband við lögreglu. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×