Lífið

Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmy Fallon.
Jimmy Fallon. Vísir/Getty
Textavélin bilaði þegar kynnirinn Jimmy Fallon flutti upphafsræðu sína á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt.

„Ég get fundið út úr þessu – viljið þið skipta yfir á Justin Timberlake og hann gæti blikkað mig eða eitthvað,“ sagði Fallon þegar hann gerði sér grein fyrir því að vélin hefði bilað.

Um leið og vélin var komin í lag sagði hann fyrsta brandara sinn um nýlegar kosningar í Bandaríkjunum og að Donald Trump tæki senn við embætti forseta. Sagði hann líkindi milli raunveruleikans og þáttanna Game of Thrones.

„Margir hafa velt því fyrir sér hvernig það væri ef Joffrey konungur hefði ríkt í raunveruleikanum. Við munum komast að því eftir tólf daga,“ sagði Fallon, en Trump tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar næstkomandi.

Sjá má ræðuna að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×