Dæmdur fyrir guðlast 1983 en hlýtur frelsisverðlaun í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 15:58 Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir að gera grín að fermingarathöfnum. Hann veitti frelsisverðlaunum Ungra Pírata viðtöku í dag. Ungir Píratar Frelsisverðlaun Ungra Pírata voru veitt í fyrsta sinn í dag. Verðlaunin hlutu Úlfar Þormóðsson og Snarrótin en Úlfar er eini núlifandi Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir að gera grín að fermingarathöfnum, að því er segir í tilkynningu frá Pírötum. „Frelsisverðlaununum er ætlað að verðlauna baráttufólk fyrir borgararéttindum og aðra talsmenn frelsis,“ segir enn fremur í tilkynningu. Úlfar Þormóðsson og Snarrótin hljóta verðlaunin í ár en árið 1983 var Úlfar dæmdur fyrir guðlast. Í kjölfarið voru öll eintök af tímaritinu Speglinum gerð upptæk en þar birtist téð grín Úlfars að fermingarathöfnum - sem ekki mátti lengur lesa. „Í dag þætti mörgum þetta grín meinlaust en þó eru ekki nema tvö ár síðan lög um guðlast voru afnumin. Úlfar andmælti dóminum í bók sem kom út ári síðar, Bréf til Þórðar frænda, en málið vakti mikla umræðu og athygli og átti stóran þátt í að breyta viðhorfi fólks í landinu. Barátta Úlfars gerði það að verkum að hann var síðasti maðurinn dæmdur með þessum lögum,“ segir í tilkynningu Ungra Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra Pírata, er hér við verðlaunaafhendinguna í dag ásamt fulltrúum Snarrótarinnar.Ungir PíratarSnarrótin, hinn verðlaunahafi dagsins, er samtök sem tala fyrir auknum borgararéttindum. Með verðlaunaafhendingunni vilja Ungir Píratar hvetja Snarrótina til að halda áfram vinnu sinni, birta greinar, sýna heimildamyndir og fá til landsins fyrirlesara. Að verðlaunaafhendingunni lokinni verður aðalfundur Ungra Pírata haldinn að Síðumúla 23 í Reykjavík þar sem ný stjórn verður kosin. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Frelsisverðlaun Ungra Pírata voru veitt í fyrsta sinn í dag. Verðlaunin hlutu Úlfar Þormóðsson og Snarrótin en Úlfar er eini núlifandi Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir að gera grín að fermingarathöfnum, að því er segir í tilkynningu frá Pírötum. „Frelsisverðlaununum er ætlað að verðlauna baráttufólk fyrir borgararéttindum og aðra talsmenn frelsis,“ segir enn fremur í tilkynningu. Úlfar Þormóðsson og Snarrótin hljóta verðlaunin í ár en árið 1983 var Úlfar dæmdur fyrir guðlast. Í kjölfarið voru öll eintök af tímaritinu Speglinum gerð upptæk en þar birtist téð grín Úlfars að fermingarathöfnum - sem ekki mátti lengur lesa. „Í dag þætti mörgum þetta grín meinlaust en þó eru ekki nema tvö ár síðan lög um guðlast voru afnumin. Úlfar andmælti dóminum í bók sem kom út ári síðar, Bréf til Þórðar frænda, en málið vakti mikla umræðu og athygli og átti stóran þátt í að breyta viðhorfi fólks í landinu. Barátta Úlfars gerði það að verkum að hann var síðasti maðurinn dæmdur með þessum lögum,“ segir í tilkynningu Ungra Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra Pírata, er hér við verðlaunaafhendinguna í dag ásamt fulltrúum Snarrótarinnar.Ungir PíratarSnarrótin, hinn verðlaunahafi dagsins, er samtök sem tala fyrir auknum borgararéttindum. Með verðlaunaafhendingunni vilja Ungir Píratar hvetja Snarrótina til að halda áfram vinnu sinni, birta greinar, sýna heimildamyndir og fá til landsins fyrirlesara. Að verðlaunaafhendingunni lokinni verður aðalfundur Ungra Pírata haldinn að Síðumúla 23 í Reykjavík þar sem ný stjórn verður kosin.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira