Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 19:55 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30