Biskup: Undarlegt að þráspyrja börn hvort þau fermist gjafanna vegna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2017 13:14 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm „Það er undarleg sú framganga sem birst hefur í fjölmiðlum og á ljósvakamiðlum að gera lítið úr börnunum og ákvörðun þeirra að vilja staðfesta skírn sína. Þau eru jafnvel þráspurð hvort þau séu að fermast vegna gjafanna,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Agnes velti því fyrir sér hvort það mætti þá ekki allt eins spyrja afmælisbörn hvort þau haldi afmæli gjafanna vegna, eða brúðhjón hvort þau gifti sig vegna gjafanna. „Kirkjunnar þjónar vinna með fermingarbörnunum í anda upprisunnar. Að þau feti hamingjuveginn og finni tilgang með lífi sínu. Fermingarbörnin fá misvísandi skilaboð þegar kirkjan vill styðja þau til að byggja líf sitt á traustum grunni en aðrir gera lítið úr og sá efa í hjörtun ungu,“ sagði hún. Þá sagði Agnes að stofnanir þjóðfélagsins þurfi að endurheimta það traust sem glataðist í efnahagshruninu. Hún sagði þjóðina hafa orðið fyrir miklu áfalli og að hún hafi þurft að ganga í gegnum sorgarferli með tilheyrandi dofa, reiði og svo uppbyggingu. Hins vegar hafi þjóðinni ekki tekist að finna traustið aftur. „ Það er stundum haft á orði að við getum bara breytt sjálfum okkur en ekki öðrum. Að ef við viljum breyta þá verðum við að byrja á sjálfum okkur. Stofnanir þjóðfélagsins verða að sýna að þær séu traustsins verðar. Það á við um allar stofnanir, fjármálastofnanir, heilbrigðisstofnanir, ríkisstofnanir, kirkjurnar og aðrar þær stofnanir sem þjóna fólkinu í landinu. Fjölmiðlarnir eru þar ekki undanskildir.“Lesa má predikun Agnesar í heild hér. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Það er undarleg sú framganga sem birst hefur í fjölmiðlum og á ljósvakamiðlum að gera lítið úr börnunum og ákvörðun þeirra að vilja staðfesta skírn sína. Þau eru jafnvel þráspurð hvort þau séu að fermast vegna gjafanna,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Agnes velti því fyrir sér hvort það mætti þá ekki allt eins spyrja afmælisbörn hvort þau haldi afmæli gjafanna vegna, eða brúðhjón hvort þau gifti sig vegna gjafanna. „Kirkjunnar þjónar vinna með fermingarbörnunum í anda upprisunnar. Að þau feti hamingjuveginn og finni tilgang með lífi sínu. Fermingarbörnin fá misvísandi skilaboð þegar kirkjan vill styðja þau til að byggja líf sitt á traustum grunni en aðrir gera lítið úr og sá efa í hjörtun ungu,“ sagði hún. Þá sagði Agnes að stofnanir þjóðfélagsins þurfi að endurheimta það traust sem glataðist í efnahagshruninu. Hún sagði þjóðina hafa orðið fyrir miklu áfalli og að hún hafi þurft að ganga í gegnum sorgarferli með tilheyrandi dofa, reiði og svo uppbyggingu. Hins vegar hafi þjóðinni ekki tekist að finna traustið aftur. „ Það er stundum haft á orði að við getum bara breytt sjálfum okkur en ekki öðrum. Að ef við viljum breyta þá verðum við að byrja á sjálfum okkur. Stofnanir þjóðfélagsins verða að sýna að þær séu traustsins verðar. Það á við um allar stofnanir, fjármálastofnanir, heilbrigðisstofnanir, ríkisstofnanir, kirkjurnar og aðrar þær stofnanir sem þjóna fólkinu í landinu. Fjölmiðlarnir eru þar ekki undanskildir.“Lesa má predikun Agnesar í heild hér.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira