Biskup: Undarlegt að þráspyrja börn hvort þau fermist gjafanna vegna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2017 13:14 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm „Það er undarleg sú framganga sem birst hefur í fjölmiðlum og á ljósvakamiðlum að gera lítið úr börnunum og ákvörðun þeirra að vilja staðfesta skírn sína. Þau eru jafnvel þráspurð hvort þau séu að fermast vegna gjafanna,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Agnes velti því fyrir sér hvort það mætti þá ekki allt eins spyrja afmælisbörn hvort þau haldi afmæli gjafanna vegna, eða brúðhjón hvort þau gifti sig vegna gjafanna. „Kirkjunnar þjónar vinna með fermingarbörnunum í anda upprisunnar. Að þau feti hamingjuveginn og finni tilgang með lífi sínu. Fermingarbörnin fá misvísandi skilaboð þegar kirkjan vill styðja þau til að byggja líf sitt á traustum grunni en aðrir gera lítið úr og sá efa í hjörtun ungu,“ sagði hún. Þá sagði Agnes að stofnanir þjóðfélagsins þurfi að endurheimta það traust sem glataðist í efnahagshruninu. Hún sagði þjóðina hafa orðið fyrir miklu áfalli og að hún hafi þurft að ganga í gegnum sorgarferli með tilheyrandi dofa, reiði og svo uppbyggingu. Hins vegar hafi þjóðinni ekki tekist að finna traustið aftur. „ Það er stundum haft á orði að við getum bara breytt sjálfum okkur en ekki öðrum. Að ef við viljum breyta þá verðum við að byrja á sjálfum okkur. Stofnanir þjóðfélagsins verða að sýna að þær séu traustsins verðar. Það á við um allar stofnanir, fjármálastofnanir, heilbrigðisstofnanir, ríkisstofnanir, kirkjurnar og aðrar þær stofnanir sem þjóna fólkinu í landinu. Fjölmiðlarnir eru þar ekki undanskildir.“Lesa má predikun Agnesar í heild hér. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Það er undarleg sú framganga sem birst hefur í fjölmiðlum og á ljósvakamiðlum að gera lítið úr börnunum og ákvörðun þeirra að vilja staðfesta skírn sína. Þau eru jafnvel þráspurð hvort þau séu að fermast vegna gjafanna,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Agnes velti því fyrir sér hvort það mætti þá ekki allt eins spyrja afmælisbörn hvort þau haldi afmæli gjafanna vegna, eða brúðhjón hvort þau gifti sig vegna gjafanna. „Kirkjunnar þjónar vinna með fermingarbörnunum í anda upprisunnar. Að þau feti hamingjuveginn og finni tilgang með lífi sínu. Fermingarbörnin fá misvísandi skilaboð þegar kirkjan vill styðja þau til að byggja líf sitt á traustum grunni en aðrir gera lítið úr og sá efa í hjörtun ungu,“ sagði hún. Þá sagði Agnes að stofnanir þjóðfélagsins þurfi að endurheimta það traust sem glataðist í efnahagshruninu. Hún sagði þjóðina hafa orðið fyrir miklu áfalli og að hún hafi þurft að ganga í gegnum sorgarferli með tilheyrandi dofa, reiði og svo uppbyggingu. Hins vegar hafi þjóðinni ekki tekist að finna traustið aftur. „ Það er stundum haft á orði að við getum bara breytt sjálfum okkur en ekki öðrum. Að ef við viljum breyta þá verðum við að byrja á sjálfum okkur. Stofnanir þjóðfélagsins verða að sýna að þær séu traustsins verðar. Það á við um allar stofnanir, fjármálastofnanir, heilbrigðisstofnanir, ríkisstofnanir, kirkjurnar og aðrar þær stofnanir sem þjóna fólkinu í landinu. Fjölmiðlarnir eru þar ekki undanskildir.“Lesa má predikun Agnesar í heild hér.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira