Heldur kosningapartí á Tenerife Guðný Hrönn skrifar 27. október 2017 12:15 Herdís og Sævar fá gesti á öllum aldri á Nostalgiu. Hér eru þau ásamt yngsta gestinum sem heimsótt hefur barinn. „Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira