Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 22:00 Bryndís ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til Monika dúkkaði upp, Vísir/Bryndís Alexandersdóttir Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira