Harry Potter langt kominn á fertugsaldurinn en lesinn sem aldrei fyrr Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 10:30 Ungir aðdáendur stilltu sér einnig upp með eitt af einkennismerkjum Potters, kringlótt gleraugu. Amtsbókasafnið á Akureyri Norðlenskir bókaormar, ungir sem aldnir, lögðu leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri á mánudaginn. Tilefnið var opnun nýrrar og endurbættrar unglingadeildar safnsins, sem var látin samtvinnast 37 ára afmæli galdrastráksins góðkunna, Harry Potter. Hrönn Björgvinsdóttir, bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, er einn skipuleggjenda hátíðahaldanna. Hún segir Harry Potter-seríuna enn á meðal þeirra vinsælustu á safninu og því hafi verið litið til bókanna þegar velja átti skreytingar fyrir unglingadeildina. „Það var þannig að við ákváðum að gera endurbætur á unglingadeildinni hjá okkur. Þá fór ég aðeins að rýna í útlánatölur síðustu ára og þá kom í ljós að Harry Potter er á topp tíu listanum á hverju einasta ári,“ segir Hrönn. „Þannig að það þýðir það að það kemur ný og ný kynslóð og tekur hann út, jafnvel þótt hann sé kominn vel á fertugsaldurinn,“ bætir hún við.Gestir afmælishátíðarinnar voru áhugasamir um sýningargripina.Amtsbókasafnið á AkureyriFengu safngripi frá einlægum aðdáanda í sumarstarfiBókavörðunum á safninu þótti því tilvalið, með tilliti til þemans sem varð fyrir valinu, að svipta hulunni af deildinni á 37 ára afmæli galdrastráksins. „Þannig að við tókum okkur til í sumar og breyttum unglingadeildinni í lestarstöðina í bókunum. Þá fannst okkur þess vegna alveg upplagt að hafa opnun á afmælisdegi Harrys.“ Hrönn segir Amtsbókasafnið einnig búa svo vel að sumarstarfsmaður, sem hóf störf nú í sumar, sé einlægur Harry Potter-aðdáandi. Starfsmaðurinn lánaði safninu ýmiss konar muni tengda bókunum sem hafðir voru til sýnis á opnuninni. Þá segir Hrönn bækurnar ákveðnum töfrum gæddar, að þær brúi bilið milli ungra og eldri lesenda. „Þetta eru bækur sem eru tenging milli barnabóka og unglingabóka. Hann er alltaf vinsæll, bæði á meðal barna og fullorðinna, og er næstum alltaf í útláni.“Hér að neðan má sjá myndir frá 37 ára afmæli Harry Potter og opnun hinnar endurbættu unglingadeildar.Eftirlýstir galdramenn með bindi stilltu sér upp á opnuninni.Amtsbókasafnið á AkureyriHrönn segir fleiri hafa heimsótt safnið á mánudag en gert var ráð fyrir, sem sé afar ánægjulegt.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á leikinn Límdu örið á Potter.Amtsbókasafnið á AkureyriBókasafnið hefur komið sér upp svokölluðum flokkunarhatti og keypti sérstaklega uglu fyrir tilefnið.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á fjöldabragðabaunir sem vöktu mikla lukku. Dallur til að skyrpa í var ekki langt undan.Amtsbókasafnið á Akureyri Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
Norðlenskir bókaormar, ungir sem aldnir, lögðu leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri á mánudaginn. Tilefnið var opnun nýrrar og endurbættrar unglingadeildar safnsins, sem var látin samtvinnast 37 ára afmæli galdrastráksins góðkunna, Harry Potter. Hrönn Björgvinsdóttir, bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, er einn skipuleggjenda hátíðahaldanna. Hún segir Harry Potter-seríuna enn á meðal þeirra vinsælustu á safninu og því hafi verið litið til bókanna þegar velja átti skreytingar fyrir unglingadeildina. „Það var þannig að við ákváðum að gera endurbætur á unglingadeildinni hjá okkur. Þá fór ég aðeins að rýna í útlánatölur síðustu ára og þá kom í ljós að Harry Potter er á topp tíu listanum á hverju einasta ári,“ segir Hrönn. „Þannig að það þýðir það að það kemur ný og ný kynslóð og tekur hann út, jafnvel þótt hann sé kominn vel á fertugsaldurinn,“ bætir hún við.Gestir afmælishátíðarinnar voru áhugasamir um sýningargripina.Amtsbókasafnið á AkureyriFengu safngripi frá einlægum aðdáanda í sumarstarfiBókavörðunum á safninu þótti því tilvalið, með tilliti til þemans sem varð fyrir valinu, að svipta hulunni af deildinni á 37 ára afmæli galdrastráksins. „Þannig að við tókum okkur til í sumar og breyttum unglingadeildinni í lestarstöðina í bókunum. Þá fannst okkur þess vegna alveg upplagt að hafa opnun á afmælisdegi Harrys.“ Hrönn segir Amtsbókasafnið einnig búa svo vel að sumarstarfsmaður, sem hóf störf nú í sumar, sé einlægur Harry Potter-aðdáandi. Starfsmaðurinn lánaði safninu ýmiss konar muni tengda bókunum sem hafðir voru til sýnis á opnuninni. Þá segir Hrönn bækurnar ákveðnum töfrum gæddar, að þær brúi bilið milli ungra og eldri lesenda. „Þetta eru bækur sem eru tenging milli barnabóka og unglingabóka. Hann er alltaf vinsæll, bæði á meðal barna og fullorðinna, og er næstum alltaf í útláni.“Hér að neðan má sjá myndir frá 37 ára afmæli Harry Potter og opnun hinnar endurbættu unglingadeildar.Eftirlýstir galdramenn með bindi stilltu sér upp á opnuninni.Amtsbókasafnið á AkureyriHrönn segir fleiri hafa heimsótt safnið á mánudag en gert var ráð fyrir, sem sé afar ánægjulegt.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á leikinn Límdu örið á Potter.Amtsbókasafnið á AkureyriBókasafnið hefur komið sér upp svokölluðum flokkunarhatti og keypti sérstaklega uglu fyrir tilefnið.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á fjöldabragðabaunir sem vöktu mikla lukku. Dallur til að skyrpa í var ekki langt undan.Amtsbókasafnið á Akureyri
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira