Danir og Bretar hafa áhyggjur af mögulegu Kötlugosi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 13:18 Katla sefur rótt enn sem komið er. vísir/gva Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni. Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni.
Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28