Hlaupið í Múlakvísl í rénun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2017 15:58 Múlakvísl við Þjóðveginn austan við Vík þar sem hún rennur undir brúna. Gamla brúin fór í jökulhlaupinu árið 2011. vísir/jóhann k. jóhannsson Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis. Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.
Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36