Hlaupið í Múlakvísl í rénun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2017 15:58 Múlakvísl við Þjóðveginn austan við Vík þar sem hún rennur undir brúna. Gamla brúin fór í jökulhlaupinu árið 2011. vísir/jóhann k. jóhannsson Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis. Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.
Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36