Erlent

Seðlabankinn hunsar vegan

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, sést hér veifa nýja seðlinum þegar hann var afhjúpaður.
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, sést hér veifa nýja seðlinum þegar hann var afhjúpaður. vísir/epa
Seðlabanki Bretlands mun ekki taka núverandi fimm punda seðla úr umferð þrátt fyrir ákall samtaka vegan fólks, það er fólks sem forðast neyslu dýraafurða, þar um. Að auki mun bankinn halda ótrauður áfram áætlun um að skipta eldri tíu punda seðlum út.

Nýr fimm punda seðill var settur í umferð síðasta haust. Hann er plastkenndari og á að endast lengur en eldri seðlar. Meðal annars hripar vökvi af honum. Ástæðan fyrir reiði vegan fólks var sú að ljóstrað var upp um að nýju seðlarnir innihéldu meðal annars tólg.

Nýr tíu punda seðill átti að fara í umferð í september næstkomandi og sams konar tuttugu punda seðill fyrir árið 2020. Dýrt þótti að endurhanna seðlana og prenta upp á nýtt. Því munu þeir gömlu verða áfram í umferð. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×