Grundvallarprinsipp almennt meðhöndluð af léttúð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Björt baðst í gær afsökunar á dómgreindarleysi sínu. vísir/stefán Það vantar í íslenska menningu að fólk segi af sér ef það gerir glappaskot. Þetta er mat formanns Gagnsæis – samtaka gegn spillingu. Hann segir einnig unnt að heimfæra háttalag umhverfis- og auðlindaráðherra undir bæði siðareglur ráðherra og þingmanna. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við Helga Bernódusson, skrifstofustjóra Alþingis, um mynd sem birtist af Björt Ólafsdóttur í kjól frá tískufyrirtækinu Galvan. Myndin birtist á Instagram-síðum Bjartar og Galvan en var fjarlægð af síðu fyrirtækisins í gær. Í máli Helga kom fram að myndin væri óvenjuleg en strangt til tekið ekki brot á reglum. „Ég sýndi dómgreinarleysi með því að flögra um þingsalinn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlutverki sem ég er og að leyfa mér að upphefja kvenleikann inni í þingsal sem svo ljósmyndari festi á filmu. Þau skilaboð eru fólki greinilega ekki efst í huga og þessi uppsetning því vanhugsuð því hún tengir við einkafyrirtæki,“ sagði Björt á Facebook í gær. Hún baðst afsökunar á því að hafa misboðið fólki með myndinni. Þá tók hún fram að hún hefði keypt kjólinn sjálf. „Það er frekar augljóst að það eru nokkrar reglur í siðareglum alþingismanna og ráðherra sem hægt væri að benda á að þetta stangist við,“ segir Jón Ólafsson, formaður Gagnsæis. Jón fór einnig fyrir nefnd sem hélt utan um gerð siðareglnanna. Jón bendir á að hingað til, þegar mál áþekk þessu hafa komið upp, hafi viðbrögð embættismanna verið léttvæg. Hann nefnir einnig að þegar slík mál koma upp í nágrannalöndum okkar nægi klaufagangur sem þessi til afsagnar. „Grundvallarspurningin er: Hvers á almenningur að vænta frá kjörnum fulltrúum? Það er sama hvað ráðherra eða þingmaður gerir, fólk verður alltaf að hafa í huga að það sé ekki að hygla einhverjum sérstökum. Það verður að tryggja að enginn geti sakað það um að það starfi fyrir einhvern annan en almenning. Þetta er grundvallarprinsipp,“ segir Jón. „Ráðherra getur ekki leyft sér að hjálpa vinum sínum með störfum sínum sem ráðherra. Þarna er þingmaður og ráðherra að láta taka mynd af sér í þingsalnum til að hjálpa ákveðnum aðila,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aldrei ætlunin að nota myndirnar til að selja kjóla Tilgangurinn með myndum af Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra í kjól frá Galvan London í þingsal var aldrei að selja kjóla "út í hinum stóra heimi,“ samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. 31. júlí 2017 18:48 Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Umhverfisráðherra játar að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. 31. júlí 2017 13:29 Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Það vantar í íslenska menningu að fólk segi af sér ef það gerir glappaskot. Þetta er mat formanns Gagnsæis – samtaka gegn spillingu. Hann segir einnig unnt að heimfæra háttalag umhverfis- og auðlindaráðherra undir bæði siðareglur ráðherra og þingmanna. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við Helga Bernódusson, skrifstofustjóra Alþingis, um mynd sem birtist af Björt Ólafsdóttur í kjól frá tískufyrirtækinu Galvan. Myndin birtist á Instagram-síðum Bjartar og Galvan en var fjarlægð af síðu fyrirtækisins í gær. Í máli Helga kom fram að myndin væri óvenjuleg en strangt til tekið ekki brot á reglum. „Ég sýndi dómgreinarleysi með því að flögra um þingsalinn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlutverki sem ég er og að leyfa mér að upphefja kvenleikann inni í þingsal sem svo ljósmyndari festi á filmu. Þau skilaboð eru fólki greinilega ekki efst í huga og þessi uppsetning því vanhugsuð því hún tengir við einkafyrirtæki,“ sagði Björt á Facebook í gær. Hún baðst afsökunar á því að hafa misboðið fólki með myndinni. Þá tók hún fram að hún hefði keypt kjólinn sjálf. „Það er frekar augljóst að það eru nokkrar reglur í siðareglum alþingismanna og ráðherra sem hægt væri að benda á að þetta stangist við,“ segir Jón Ólafsson, formaður Gagnsæis. Jón fór einnig fyrir nefnd sem hélt utan um gerð siðareglnanna. Jón bendir á að hingað til, þegar mál áþekk þessu hafa komið upp, hafi viðbrögð embættismanna verið léttvæg. Hann nefnir einnig að þegar slík mál koma upp í nágrannalöndum okkar nægi klaufagangur sem þessi til afsagnar. „Grundvallarspurningin er: Hvers á almenningur að vænta frá kjörnum fulltrúum? Það er sama hvað ráðherra eða þingmaður gerir, fólk verður alltaf að hafa í huga að það sé ekki að hygla einhverjum sérstökum. Það verður að tryggja að enginn geti sakað það um að það starfi fyrir einhvern annan en almenning. Þetta er grundvallarprinsipp,“ segir Jón. „Ráðherra getur ekki leyft sér að hjálpa vinum sínum með störfum sínum sem ráðherra. Þarna er þingmaður og ráðherra að láta taka mynd af sér í þingsalnum til að hjálpa ákveðnum aðila,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aldrei ætlunin að nota myndirnar til að selja kjóla Tilgangurinn með myndum af Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra í kjól frá Galvan London í þingsal var aldrei að selja kjóla "út í hinum stóra heimi,“ samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. 31. júlí 2017 18:48 Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Umhverfisráðherra játar að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. 31. júlí 2017 13:29 Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Aldrei ætlunin að nota myndirnar til að selja kjóla Tilgangurinn með myndum af Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra í kjól frá Galvan London í þingsal var aldrei að selja kjóla "út í hinum stóra heimi,“ samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. 31. júlí 2017 18:48
Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Umhverfisráðherra játar að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. 31. júlí 2017 13:29
Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49