Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2017 13:00 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala. MYND/LANDSPÍTALI Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, mun snúa aftur til vinnu eftir áramót. Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða.Rektor Háskóla Íslands (HÍ) og forstjóri Landspítalans (LSH) skipuðu fyrir rúmu ári nefnd til að rannsaka mál Andemariams Beyene. Árið 2011 undirgekkst hann aðgerð á Karolinska sjúkrahúsinu (KS) þar sem græddur var í hann plastbarki. Sænskar rannsóknir hafa varpað ljósi á það að farið var á svig við lög og reglur þar ytra. Lífi sjúklinga hafi verið stefnt í hættu á kerfisbundinn hátt og að enginn vísindalegur grundvöllur hafi verið fyrir aðgerðinni. Var nefndinni hér heima ætlað að varpa ljósi á aðkomu starfsmanna HÍ og LSH að málinu.Sjá einnig: „Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að málinu í heild sinni sé ekki lokið en starfsmannamálin séu afgreidd. „Það er heilmikið annað sem við teljum að muni koma upp þegar við höldum áfram að rýna í þetta efni,“ segir Anna. Fyrst var greint frá þessu á Mbl.is.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Tómasi - Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæsluÍ stöðuskýrslu sem Anna Sigrún og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, skiluðu nýverið og birt var í gær, kemur fram að Landspítalinn hafi gripið til ýmissa aðgerða vegna tillagna frá áðurnefndri sérfræðinganefnd.Anna segir þó að því betur sem rýnt sé í skýrsluna komi í ljós að ýmiss atriði sem „við viljum laga hjá okkur eða skerpa á. Þetta er risastórt mál sem við þurfum að læra af.“ „Áherslan að okkar hálfu er sú að við munum halda áfram að vinna með málið, skoða okkar ferla og samskipti við Karolinska,“ segir Anna. Óskar Einarsson, lungnalæknir, var einnig sendur í leyfi í síðasta mánuði en hann var meðhöfundur Tómasar að grein sem unnin var upp úr niðurstöðum á rannsóknum á Beyene. Hann er þegar snúinn aftur til starfa. Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Tómas Guðbjartsson um plastbarkamálið: Landlæknir vanhæfur til að tjá sig opinberlega Tómas segir ummæli landlæknis í viðtali hans við Fréttatímann í síðustu viku vera ærumeiðandi og vega að heilindum sínum. 19. september 2016 10:45 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, mun snúa aftur til vinnu eftir áramót. Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða.Rektor Háskóla Íslands (HÍ) og forstjóri Landspítalans (LSH) skipuðu fyrir rúmu ári nefnd til að rannsaka mál Andemariams Beyene. Árið 2011 undirgekkst hann aðgerð á Karolinska sjúkrahúsinu (KS) þar sem græddur var í hann plastbarki. Sænskar rannsóknir hafa varpað ljósi á það að farið var á svig við lög og reglur þar ytra. Lífi sjúklinga hafi verið stefnt í hættu á kerfisbundinn hátt og að enginn vísindalegur grundvöllur hafi verið fyrir aðgerðinni. Var nefndinni hér heima ætlað að varpa ljósi á aðkomu starfsmanna HÍ og LSH að málinu.Sjá einnig: „Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að málinu í heild sinni sé ekki lokið en starfsmannamálin séu afgreidd. „Það er heilmikið annað sem við teljum að muni koma upp þegar við höldum áfram að rýna í þetta efni,“ segir Anna. Fyrst var greint frá þessu á Mbl.is.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Tómasi - Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæsluÍ stöðuskýrslu sem Anna Sigrún og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, skiluðu nýverið og birt var í gær, kemur fram að Landspítalinn hafi gripið til ýmissa aðgerða vegna tillagna frá áðurnefndri sérfræðinganefnd.Anna segir þó að því betur sem rýnt sé í skýrsluna komi í ljós að ýmiss atriði sem „við viljum laga hjá okkur eða skerpa á. Þetta er risastórt mál sem við þurfum að læra af.“ „Áherslan að okkar hálfu er sú að við munum halda áfram að vinna með málið, skoða okkar ferla og samskipti við Karolinska,“ segir Anna. Óskar Einarsson, lungnalæknir, var einnig sendur í leyfi í síðasta mánuði en hann var meðhöfundur Tómasar að grein sem unnin var upp úr niðurstöðum á rannsóknum á Beyene. Hann er þegar snúinn aftur til starfa.
Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Tómas Guðbjartsson um plastbarkamálið: Landlæknir vanhæfur til að tjá sig opinberlega Tómas segir ummæli landlæknis í viðtali hans við Fréttatímann í síðustu viku vera ærumeiðandi og vega að heilindum sínum. 19. september 2016 10:45 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00
Tómas Guðbjartsson um plastbarkamálið: Landlæknir vanhæfur til að tjá sig opinberlega Tómas segir ummæli landlæknis í viðtali hans við Fréttatímann í síðustu viku vera ærumeiðandi og vega að heilindum sínum. 19. september 2016 10:45
Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44
Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30
Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12