Eldri borgurum ýtt út í svarta hagkerfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 10:59 Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Vísir/Eyþór Ellert B. Schram, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir að breytt frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega ýti fólki út í svarta hagkerfið. Frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega lækkaði um áramótin úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund krónur. Ellert segir að lækkunin hafi slæm áhrif á andlega heilsu fólks. Rætt var við Ellert í Bítinu á Bylgjunni í morgun í kjölfar greinar sem Ellert skrifaði í Fréttablaðið í dag. „Ég óttast að það sé niðurstaðan,“ segir Ellert aðspurður um hvort að lækkun á frítekjumarki hafi þær afleiðingar að eldri borgarar vinni frekar svart. „Fólk er náttúrulega að reyna að bjarga sér. Það segir takk fyrir en ég get ekki farið að vinna hjá þér því ég fæ ekki nema 25% af því í greiðslu ef ég er að fá bætur hjá almenna kerfinu. Þannig að fólki er ýtt út í þetta svarta kerfi.“ Dæmið ekki reiknað út „Það hefur verið rifjað upp að þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn hafa allir lofað því að breyta þessu fyrirkomulagi eða hjálpa fólki til þess að auka tekjur sínar með því að taka þátt í samfélaginu. Svo er niðurstaðan sú að það sé ekki hægt að gera það einn-tveir-og-þrír og þeir þurfa fimm ár til að hækka þá tölu sem eldra fólk fær í laun fyrir að vera ennþá þátttakendur í samfélaginu. Fátæktargildra er það sem ég hef kallað það. Sem þýðir að ef þú vinnur þér inn eitthvað meira heldur en þeim líkar þá er það bara skert og skorið niður.“ Hann bendir á að fólk borgi skatta af auknum tekjum sem komi á móti útgjöldum ríkisins. „Þetta dæmi hefur ekkert verið reiknað út eða kynnt opinberlega þannig að einhver skilji það. vandinn er kannski sá að þeir eru búnir að búa til einhverja fjármálaáætlun niðri á Alþingi, ríkisstjórnin og flokkarnir sem að henni standa. Þeir kalla þetta fjármálaáætlun sem stendur næstu þrjú árin. Þannig muni þetta fólk, sem núna býr við frítekjumark eða skerðingu á því, þá fái það einhverjar 100 þúsund krónur og komist upp í 100 prósent þegar þessi tími er liðinn. Ég hef sagt bara „díses kræst, hvað lifa margir það af?““ segir Ellert.Slæm áhrif á andlega heilsu Hann bendir á að eldri borgarar hafi þegar lagt fram mikla vinnu, þekkingu og samstarf til samfélagsins þegar það fer á eftirlaun. „Þetta fólk sem er komið á þennan aldur hefur lagt fram til samfélagsins vinnu, þekkingu, samstarf. Af hverju á fólk ekki að njóta þessa síðasta tímabils sem við fáum að lifa? Ég verð að taka það fram, svo að ég sé ekki að fara með einhverja harma, það er fjöldinn allur af fólki sem hefur það ágætt og því líður vel og það nýtur þess að lifa áhyggjulausu aldurskvöldi. Við erum náttúrulega að tala fyrir hönd þeirra sem standa verst. Það er verkefni sem skiptir máli.“ Ellert segir að nýja fyrirkomulagið hafi gríðarleg andleg áhrif á fólk. Það valdi kvíða, uppgjöf, ótta og reiði. „Ég hef náttúrulega engar tölur um það hversu margir gjalda þessa fyrirkomulags en það liggur fyrir að allt um 25% af því fólki sem er komið á þennan aldur, það nýtur góðs af almannatryggingum og bjargar sér, eða fær einhverjar greiðslur frá þeim. Þó að þetta séu ekki allir aldraðir þá er þetta stór hópur og ég hef nú giskað á það að það sé allt upp í, í Reykjavík einni, um 4000 manns.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Félags- og jafnréttismálaráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna. 3. september 2017 19:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Sjá meira
Ellert B. Schram, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, segir að breytt frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega ýti fólki út í svarta hagkerfið. Frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega lækkaði um áramótin úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund krónur. Ellert segir að lækkunin hafi slæm áhrif á andlega heilsu fólks. Rætt var við Ellert í Bítinu á Bylgjunni í morgun í kjölfar greinar sem Ellert skrifaði í Fréttablaðið í dag. „Ég óttast að það sé niðurstaðan,“ segir Ellert aðspurður um hvort að lækkun á frítekjumarki hafi þær afleiðingar að eldri borgarar vinni frekar svart. „Fólk er náttúrulega að reyna að bjarga sér. Það segir takk fyrir en ég get ekki farið að vinna hjá þér því ég fæ ekki nema 25% af því í greiðslu ef ég er að fá bætur hjá almenna kerfinu. Þannig að fólki er ýtt út í þetta svarta kerfi.“ Dæmið ekki reiknað út „Það hefur verið rifjað upp að þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn hafa allir lofað því að breyta þessu fyrirkomulagi eða hjálpa fólki til þess að auka tekjur sínar með því að taka þátt í samfélaginu. Svo er niðurstaðan sú að það sé ekki hægt að gera það einn-tveir-og-þrír og þeir þurfa fimm ár til að hækka þá tölu sem eldra fólk fær í laun fyrir að vera ennþá þátttakendur í samfélaginu. Fátæktargildra er það sem ég hef kallað það. Sem þýðir að ef þú vinnur þér inn eitthvað meira heldur en þeim líkar þá er það bara skert og skorið niður.“ Hann bendir á að fólk borgi skatta af auknum tekjum sem komi á móti útgjöldum ríkisins. „Þetta dæmi hefur ekkert verið reiknað út eða kynnt opinberlega þannig að einhver skilji það. vandinn er kannski sá að þeir eru búnir að búa til einhverja fjármálaáætlun niðri á Alþingi, ríkisstjórnin og flokkarnir sem að henni standa. Þeir kalla þetta fjármálaáætlun sem stendur næstu þrjú árin. Þannig muni þetta fólk, sem núna býr við frítekjumark eða skerðingu á því, þá fái það einhverjar 100 þúsund krónur og komist upp í 100 prósent þegar þessi tími er liðinn. Ég hef sagt bara „díses kræst, hvað lifa margir það af?““ segir Ellert.Slæm áhrif á andlega heilsu Hann bendir á að eldri borgarar hafi þegar lagt fram mikla vinnu, þekkingu og samstarf til samfélagsins þegar það fer á eftirlaun. „Þetta fólk sem er komið á þennan aldur hefur lagt fram til samfélagsins vinnu, þekkingu, samstarf. Af hverju á fólk ekki að njóta þessa síðasta tímabils sem við fáum að lifa? Ég verð að taka það fram, svo að ég sé ekki að fara með einhverja harma, það er fjöldinn allur af fólki sem hefur það ágætt og því líður vel og það nýtur þess að lifa áhyggjulausu aldurskvöldi. Við erum náttúrulega að tala fyrir hönd þeirra sem standa verst. Það er verkefni sem skiptir máli.“ Ellert segir að nýja fyrirkomulagið hafi gríðarleg andleg áhrif á fólk. Það valdi kvíða, uppgjöf, ótta og reiði. „Ég hef náttúrulega engar tölur um það hversu margir gjalda þessa fyrirkomulags en það liggur fyrir að allt um 25% af því fólki sem er komið á þennan aldur, það nýtur góðs af almannatryggingum og bjargar sér, eða fær einhverjar greiðslur frá þeim. Þó að þetta séu ekki allir aldraðir þá er þetta stór hópur og ég hef nú giskað á það að það sé allt upp í, í Reykjavík einni, um 4000 manns.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Félags- og jafnréttismálaráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna. 3. september 2017 19:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Sjá meira
Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Félags- og jafnréttismálaráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna. 3. september 2017 19:30
Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00