Stjörnuspá Siggu Kling – Krabbinn: Í raun ertu eins og mjúkur koddi 6. október 2017 09:00 Elsku Krabbinn minn. Þú ert svo skemmtilega opinn og upplífgandi, en samt svo ofurviðkvæmur eins og lítill spörfugl. Þú getur verið svo rosalega harður og ákveðinn en í raun ertu eins og mjúkur koddi. Þú gerir allt til að tryggja ást og öryggi og í þeirri flóðbylgju þarftu að skoða að ef þú hefur ást á peningum þá hindrar það þig í hamingjunni og gerir þig hræddan. Þegar þú sérð að hamingjan er fólgin í manneskjum en ekki veraldlegum hlutum þá mun hamingjan flytja heim til þín! Þú ert mjög vinsæll og skemmtilegur en lendir eða setur þig of oft í dramatískar aðstæður sem þú getur ekki flúið úr. Ef þú ert að leita að ástinni, jafnvel nýbúinn að finna hana að þér finnst, þá er þín innsta þörf að hafa maka sem þekkir galla þína og elskar þá: sem sagt skilningsríkan maka. Ef hann er fundinn þá ertu hólpinn. Þú hefur magnaðan sannfæringarkraft, hefur það jafnvel á þínu valdi að geta sannfært hina dauðu hvað þá hina lifandi um ágæti þess sem þú hefur fram að færa. Þetta kallast einfaldlega snilligáfa. Margt sem þú framkvæmir gengur ekki upp, en það er ekki í eðli þínu að brotna niður, kannski bogna. Þú ert eins og bambusinn: bognar en brotnar aldrei. Þér finnast þessi skilaboð kannski leiðinleg en þau hafa tilgang. Þú skalt temja þér að ljúga engu því ein lygi festir þig í neti og þá munu bætast við að minnsta kosti sjö lygar. Þótt þér gæti fundist eins og þú sért að hjálpa og vernda fólkið í kringum þig, því þú ert sannarlega tryggur og vilt vel, þá skaltu ekki ljúga. Það sem hjálpar þér næstu mánuði við verkefni þín er þitt einstaka bros og augu sem ljóma eins og stjörnur – enginn mun gleyma þér og allir elska þig. Það er svo margt fram undan sem mun færa þér það réttlæti sem þú átt skilið og leiða þig á nýjan veg sem veröldin mun sýna þér. Ekki stjórna öllu, já, þú ert stjórnsamur, sem er jákvætt orð! Einhver þarf að redda og stjórna, en ég bið þig um að sleppa líka tökunum og leyfa öðrum að hjálpa þér áfram án þess að þú takir í taumana. Erfiðleikar og óvissa eru í kringum manneskjur nákomnar þér en þú hefur að einhverju leyti getu og flæði til að hjálpa þessu fólki ef það leyfir það. Ef þú vilt sigra í ástinni þá máttu ekki leika þér að henni því þá er ástin ekki sönn, svo slepptu því alveg, hjartað mitt. Þráhyggja hefur gripið um sig hjá þér: endalausar hugsanir um hið sama. Þú verður að gera greinarmun á þráhyggju og ást því annars verðurðu alltaf óviss. Krabbi sem er heppinn með maka og kann að meta hann verður sterkari og sterkari með degi hverjum, þú ert á góðu ári, svo staldraðu aðeins við til að meta það.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Brostu framan í lífð, þá brosir lífið við þér – Smile (Charlie Chaplin) Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Sjá meira
Elsku Krabbinn minn. Þú ert svo skemmtilega opinn og upplífgandi, en samt svo ofurviðkvæmur eins og lítill spörfugl. Þú getur verið svo rosalega harður og ákveðinn en í raun ertu eins og mjúkur koddi. Þú gerir allt til að tryggja ást og öryggi og í þeirri flóðbylgju þarftu að skoða að ef þú hefur ást á peningum þá hindrar það þig í hamingjunni og gerir þig hræddan. Þegar þú sérð að hamingjan er fólgin í manneskjum en ekki veraldlegum hlutum þá mun hamingjan flytja heim til þín! Þú ert mjög vinsæll og skemmtilegur en lendir eða setur þig of oft í dramatískar aðstæður sem þú getur ekki flúið úr. Ef þú ert að leita að ástinni, jafnvel nýbúinn að finna hana að þér finnst, þá er þín innsta þörf að hafa maka sem þekkir galla þína og elskar þá: sem sagt skilningsríkan maka. Ef hann er fundinn þá ertu hólpinn. Þú hefur magnaðan sannfæringarkraft, hefur það jafnvel á þínu valdi að geta sannfært hina dauðu hvað þá hina lifandi um ágæti þess sem þú hefur fram að færa. Þetta kallast einfaldlega snilligáfa. Margt sem þú framkvæmir gengur ekki upp, en það er ekki í eðli þínu að brotna niður, kannski bogna. Þú ert eins og bambusinn: bognar en brotnar aldrei. Þér finnast þessi skilaboð kannski leiðinleg en þau hafa tilgang. Þú skalt temja þér að ljúga engu því ein lygi festir þig í neti og þá munu bætast við að minnsta kosti sjö lygar. Þótt þér gæti fundist eins og þú sért að hjálpa og vernda fólkið í kringum þig, því þú ert sannarlega tryggur og vilt vel, þá skaltu ekki ljúga. Það sem hjálpar þér næstu mánuði við verkefni þín er þitt einstaka bros og augu sem ljóma eins og stjörnur – enginn mun gleyma þér og allir elska þig. Það er svo margt fram undan sem mun færa þér það réttlæti sem þú átt skilið og leiða þig á nýjan veg sem veröldin mun sýna þér. Ekki stjórna öllu, já, þú ert stjórnsamur, sem er jákvætt orð! Einhver þarf að redda og stjórna, en ég bið þig um að sleppa líka tökunum og leyfa öðrum að hjálpa þér áfram án þess að þú takir í taumana. Erfiðleikar og óvissa eru í kringum manneskjur nákomnar þér en þú hefur að einhverju leyti getu og flæði til að hjálpa þessu fólki ef það leyfir það. Ef þú vilt sigra í ástinni þá máttu ekki leika þér að henni því þá er ástin ekki sönn, svo slepptu því alveg, hjartað mitt. Þráhyggja hefur gripið um sig hjá þér: endalausar hugsanir um hið sama. Þú verður að gera greinarmun á þráhyggju og ást því annars verðurðu alltaf óviss. Krabbi sem er heppinn með maka og kann að meta hann verður sterkari og sterkari með degi hverjum, þú ert á góðu ári, svo staldraðu aðeins við til að meta það.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Brostu framan í lífð, þá brosir lífið við þér – Smile (Charlie Chaplin)
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”