Telja réttast að Katrín fái umboðið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 15:50 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata. Vísir/Anton Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45