Halldór Auðar Svansson hættir í borgarstjórn Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 17:31 Halldór Auðar Svansson er eini borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn. Vísir/STEfán Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn eftir kjörtímabilið. Halldór tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Pírata í Reykjavík í dag og birti auk þess færslu henni til útskýringar á Facebook-síðu sinni. „Á aðalfundi Pírata í Reykjavík tilkynnti ég nú rétt í þessu um erfiða ákvörðun sem hefur verið lengi í fæðingu. Hún hefur - líkt og allar ákvarðanir - sína kosti og galla en ég tel að hún sé hreinlega sú rétta. Ákvörðunin er sú að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu í borgarstjórn að núverandi kjörtímabili liðnu,“ skrifar Halldór í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.Ætlaði að vera í mesta lagi tvö kjörtímabil Þá tekur Halldór sérstaklega fram að hann hyggist ekki hætta vinnu við grasrótarstarf Pírata. „Ég fór alltaf inn í þessa vinnu með það fyrir augum að vera í mesta lagi tvö kjörtímabil og meta eftir því sem á liði hvort ég treysti mér í tvö eða bara eitt. Ég tek hér strax fram að ég kem að sjálfsögðu til með að taka áfram virkan þátt í grasrótarstarfi Pírata. Ég er ekki að fara neitt nema úr borgarstjórn en það geri ég ekki fyrr en kjörtímabilinu lýkur,“ skrifar Halldór sem segist tilkynna um þessa ákvörðun sína á þessum tímapunkti í nafni heiðarleika og gagnsæis. Halldór rekur einnig áherslur Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og þau verkefni sem hann hefur sjálfur unnið að í sæti sínu sem borgarfulltrúi. Þar á meðal nefnir hann rafræna þjónustumiðstöð sem nýtir nútímatækni til að bæta þjónustuferla borgarinnar og opnun á bókhaldi borgarinnar.Á enn verk fyrir höndum í borgarstjórn Þá segir hann ekki nauðsynlegt að hann fylgi sjálfur vinnunni eftir heldur sé aðalmálið að Píratar komi sér upp góðri stefnu fyrir Reykjavík og sveitarstjórnarstigið almennt. Að því sögðu er kjörtímabilinu þó enn ekki lokið og á Halldór enn verk fyrir höndum. „Eins og áður segir er ég auðvitað ekki alveg farinn. Síðasta stærsta verkefni mitt verður að tryggja að kláruð verði almenn lýðræðisstefna fyrir borgina,“ skrifar Halldór. „Ég held sem fyrr segir að gildi formlegrar stefnumótunar sem tæki til að innleiða breytingar verði síst vanmetið. Þegar þessi verkefni eru komin í gegn get ég gengið sáttur frá borði og mun bjóða nýja félaga velkomna í stýrishúsið í vor, sem verða samkvæmt hefðum og reglum Pírata valdir af félagsmönnum í prófkjöri.“Færslu Halldórs má lesa í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn eftir kjörtímabilið. Halldór tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Pírata í Reykjavík í dag og birti auk þess færslu henni til útskýringar á Facebook-síðu sinni. „Á aðalfundi Pírata í Reykjavík tilkynnti ég nú rétt í þessu um erfiða ákvörðun sem hefur verið lengi í fæðingu. Hún hefur - líkt og allar ákvarðanir - sína kosti og galla en ég tel að hún sé hreinlega sú rétta. Ákvörðunin er sú að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu í borgarstjórn að núverandi kjörtímabili liðnu,“ skrifar Halldór í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.Ætlaði að vera í mesta lagi tvö kjörtímabil Þá tekur Halldór sérstaklega fram að hann hyggist ekki hætta vinnu við grasrótarstarf Pírata. „Ég fór alltaf inn í þessa vinnu með það fyrir augum að vera í mesta lagi tvö kjörtímabil og meta eftir því sem á liði hvort ég treysti mér í tvö eða bara eitt. Ég tek hér strax fram að ég kem að sjálfsögðu til með að taka áfram virkan þátt í grasrótarstarfi Pírata. Ég er ekki að fara neitt nema úr borgarstjórn en það geri ég ekki fyrr en kjörtímabilinu lýkur,“ skrifar Halldór sem segist tilkynna um þessa ákvörðun sína á þessum tímapunkti í nafni heiðarleika og gagnsæis. Halldór rekur einnig áherslur Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og þau verkefni sem hann hefur sjálfur unnið að í sæti sínu sem borgarfulltrúi. Þar á meðal nefnir hann rafræna þjónustumiðstöð sem nýtir nútímatækni til að bæta þjónustuferla borgarinnar og opnun á bókhaldi borgarinnar.Á enn verk fyrir höndum í borgarstjórn Þá segir hann ekki nauðsynlegt að hann fylgi sjálfur vinnunni eftir heldur sé aðalmálið að Píratar komi sér upp góðri stefnu fyrir Reykjavík og sveitarstjórnarstigið almennt. Að því sögðu er kjörtímabilinu þó enn ekki lokið og á Halldór enn verk fyrir höndum. „Eins og áður segir er ég auðvitað ekki alveg farinn. Síðasta stærsta verkefni mitt verður að tryggja að kláruð verði almenn lýðræðisstefna fyrir borgina,“ skrifar Halldór. „Ég held sem fyrr segir að gildi formlegrar stefnumótunar sem tæki til að innleiða breytingar verði síst vanmetið. Þegar þessi verkefni eru komin í gegn get ég gengið sáttur frá borði og mun bjóða nýja félaga velkomna í stýrishúsið í vor, sem verða samkvæmt hefðum og reglum Pírata valdir af félagsmönnum í prófkjöri.“Færslu Halldórs má lesa í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira