Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2017 21:00 Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00