Þroskaskertur maður að endingu dæmdur í 18 mánaða fangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2017 15:53 Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur dæmt mann, sem metinn var þroskaskertur af geðlækni, í 18 mánaða fangelsi. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Málinu var skotið til Hæstaréttar 10. Janúar 2017 en dómur Héraðsdóms hafði verið kveðinn upp nokkrum dögum áður. Þar var manninum ekki gert að sæta refsingu vegna brota sinna. Maðurinn var sakfelldur fyrir tvö ránsbrot, tilraun til ráns og þjófnaðarbrot. Með brotum sínum rauf hann skilorð dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júní 2014 þar sem hann var dæmdur í 30 daga fangelsi. Var sá dómur tekinn upp og refsing mannsins ákveðin í einu lagi fyrir bæði málin í Hæstarétti. Maðurinn hlaut ekki refsingu fyrir þessi brot í Héraðsdómi en Hæstiréttur dæmdi hann til að sæta fangelsi í 18 mánuði fyrir brotin.Tekið tillit til þroskahömlunar mannsins í dómi Héraðsdóms Í dómnum kemur fram að litið hafi verið til þess að brotin, sem rufu skilorð yfir manninum, hefðu verið alvarleg og ófyrirleitin en maðurinn hefði ýmist verið vopnaður hnífi eða hamri. Þá var einnig tekið tillit til þess að hann hefði gefið sig fram að fyrra bragði við lögreglu og játað brot sín skýlaust. Í niðurstöðu geðheilbrigðismats frá því í nóvember síðastliðnum kemur fram að ákærði sé greindur með væga þroskaskerðingu og að greind hans svari til vitsmunaþroska 12 ára barns. Í dómi Héraðsdóms var tekið tillit til þessarar þroskahömlunar og mat dómsins að refsing bæri ekki árangur í tilfelli ákærða. Hæstiréttur staðfesti hins vegar sakfellingu yfir manninum og hann því dæmdur til að sæta fangelsi í 18 mánuði. Vegna andlegra haga ákærða er þó til þess að líta að Fangelsismálastofnun getur, að undangengnu sérfræðiáliti, leyft að fangi sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun. Þá var manninum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt mann, sem metinn var þroskaskertur af geðlækni, í 18 mánaða fangelsi. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Málinu var skotið til Hæstaréttar 10. Janúar 2017 en dómur Héraðsdóms hafði verið kveðinn upp nokkrum dögum áður. Þar var manninum ekki gert að sæta refsingu vegna brota sinna. Maðurinn var sakfelldur fyrir tvö ránsbrot, tilraun til ráns og þjófnaðarbrot. Með brotum sínum rauf hann skilorð dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júní 2014 þar sem hann var dæmdur í 30 daga fangelsi. Var sá dómur tekinn upp og refsing mannsins ákveðin í einu lagi fyrir bæði málin í Hæstarétti. Maðurinn hlaut ekki refsingu fyrir þessi brot í Héraðsdómi en Hæstiréttur dæmdi hann til að sæta fangelsi í 18 mánuði fyrir brotin.Tekið tillit til þroskahömlunar mannsins í dómi Héraðsdóms Í dómnum kemur fram að litið hafi verið til þess að brotin, sem rufu skilorð yfir manninum, hefðu verið alvarleg og ófyrirleitin en maðurinn hefði ýmist verið vopnaður hnífi eða hamri. Þá var einnig tekið tillit til þess að hann hefði gefið sig fram að fyrra bragði við lögreglu og játað brot sín skýlaust. Í niðurstöðu geðheilbrigðismats frá því í nóvember síðastliðnum kemur fram að ákærði sé greindur með væga þroskaskerðingu og að greind hans svari til vitsmunaþroska 12 ára barns. Í dómi Héraðsdóms var tekið tillit til þessarar þroskahömlunar og mat dómsins að refsing bæri ekki árangur í tilfelli ákærða. Hæstiréttur staðfesti hins vegar sakfellingu yfir manninum og hann því dæmdur til að sæta fangelsi í 18 mánuði. Vegna andlegra haga ákærða er þó til þess að líta að Fangelsismálastofnun getur, að undangengnu sérfræðiáliti, leyft að fangi sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun. Þá var manninum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira