Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Guðný Hrönn skrifar 13. maí 2017 14:15 Þórður Pálsson er maðurinn á bak við þættina The Valhalla Murders sem líta dagsins ljós á næsta ári. MYND/Eva Riley Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Leikstjóri og höfundur þáttanna The Valhalla Murders, Þórður Pálsson, var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að sjónvarpsþáttunum kviknaði. Stuttu eftir að hann kynnti hugmyndina fyrir framleiðslufyrirtækinu True North var sett saman teymi sem vinnur að því að skrifa þættina. „Við erum að skrifa núna og erum komin frekar langt á leið með skrifin. Margrét Örnólfsdóttir yfirhandritshöfundur og Óttar M. Norðfjörð skipta með sér skrifunum. Kristinn Þórðarson og Davíð Óskar Ólafsson eru framleiðendur þáttanna. Teymið í kringum verkefnið gæti því eiginlega ekki verið betra frá mínu sjónarhorni séð,“ segir Þórður. Spurður út í söguþráð þáttanna segir Þórður þá fjalla um tvö óvenjuleg morðmál. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður. Finnur fyrir áhuga fólksÍ þáttunum fá áhorfendur að fylgjast náið með tveimur rannsóknarlögreglumönnum við rannsókn málsins. „Það eru þau Arnar og Kata. Arnar er sérfræðingur sem fenginn er að láni frá dönsku rannsóknarlögreglunni. Hann er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Danmörku í 15 ár. Kata starfar fyrir íslensku lögregluna og sér um rannsókn málsins. Það myndast smá rígur á milli þeirra því Kata taldi sig vera fullfæra um að sjá um málið án utanaðkomandi hjálpar. Við fylgjumst náið með þessum tveimur persónum við rannsókn málsins og um leið fáum við sýn inn í fortíð þeirra beggja. Það ríkir nefnilega ákveðin mystería í kringum þau. Arnar er til dæmis búinn að búa lengi í Danmörku og vill helst ekki koma aftur til Íslands, þá fer áhorfandinn vonandi að velta fyrir sér hver ástæðan fyrir því sé,“ segir Þórður sem finnur fyrir miklum áhuga hjá almenningi á þáttum sem fjalla um fyrsta raðmorðingja Íslands.„Ég held að þessi pæling, raðmorðingi á Íslandi, og þessir karakterar þyki spennandi. Fólk hefur sýnt þessari sögu mikinn áhuga og einnig hvernig lögreglan á Íslandi myndi fara að því að rannsaka mál af þessari stærðargráðu.“En hvenær líta þættirnir dagsins ljós? „Við erum að fara í tökur í vetur, og væntanlega verða þættirnir sýndir veturinn eftir það. Þessa stundina erum við að ráða inn leikara, við erum að fá fólk í prufur og ræða við hina og þessa. Það er allt í vinnslu eins og er, það er ekki búið að negla neitt niður.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Leikstjóri og höfundur þáttanna The Valhalla Murders, Þórður Pálsson, var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að sjónvarpsþáttunum kviknaði. Stuttu eftir að hann kynnti hugmyndina fyrir framleiðslufyrirtækinu True North var sett saman teymi sem vinnur að því að skrifa þættina. „Við erum að skrifa núna og erum komin frekar langt á leið með skrifin. Margrét Örnólfsdóttir yfirhandritshöfundur og Óttar M. Norðfjörð skipta með sér skrifunum. Kristinn Þórðarson og Davíð Óskar Ólafsson eru framleiðendur þáttanna. Teymið í kringum verkefnið gæti því eiginlega ekki verið betra frá mínu sjónarhorni séð,“ segir Þórður. Spurður út í söguþráð þáttanna segir Þórður þá fjalla um tvö óvenjuleg morðmál. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður. Finnur fyrir áhuga fólksÍ þáttunum fá áhorfendur að fylgjast náið með tveimur rannsóknarlögreglumönnum við rannsókn málsins. „Það eru þau Arnar og Kata. Arnar er sérfræðingur sem fenginn er að láni frá dönsku rannsóknarlögreglunni. Hann er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Danmörku í 15 ár. Kata starfar fyrir íslensku lögregluna og sér um rannsókn málsins. Það myndast smá rígur á milli þeirra því Kata taldi sig vera fullfæra um að sjá um málið án utanaðkomandi hjálpar. Við fylgjumst náið með þessum tveimur persónum við rannsókn málsins og um leið fáum við sýn inn í fortíð þeirra beggja. Það ríkir nefnilega ákveðin mystería í kringum þau. Arnar er til dæmis búinn að búa lengi í Danmörku og vill helst ekki koma aftur til Íslands, þá fer áhorfandinn vonandi að velta fyrir sér hver ástæðan fyrir því sé,“ segir Þórður sem finnur fyrir miklum áhuga hjá almenningi á þáttum sem fjalla um fyrsta raðmorðingja Íslands.„Ég held að þessi pæling, raðmorðingi á Íslandi, og þessir karakterar þyki spennandi. Fólk hefur sýnt þessari sögu mikinn áhuga og einnig hvernig lögreglan á Íslandi myndi fara að því að rannsaka mál af þessari stærðargráðu.“En hvenær líta þættirnir dagsins ljós? „Við erum að fara í tökur í vetur, og væntanlega verða þættirnir sýndir veturinn eftir það. Þessa stundina erum við að ráða inn leikara, við erum að fá fólk í prufur og ræða við hina og þessa. Það er allt í vinnslu eins og er, það er ekki búið að negla neitt niður.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira