Lífið

Fyrst var brotið gegn Americu Ferrera þegar hún var aðeins níu ára

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Leikkonan America Ferrera hélt ræðu á Women's March göngunni í Washington fyrr á þessu ári.
Leikkonan America Ferrera hélt ræðu á Women's March göngunni í Washington fyrr á þessu ári.

Leikkonan America Ferrara, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Ugly Betty, hefur stigið fram og opnað sig um kynferðisofbeldi. America birti pistil á Instagram í tengslum við #MeToo herferðina sem hefur verið mjög áberandi í kjölfarið af fréttum um Harvey Weinstein og konurnar sem hann braut gegn.

Leikkonan segir að fyrsta skipti sem hún varð fyrir kynferðisbroti hafi hún verið aðeins níu ára gömul.

„Ég sagði engum og lifði með skömmina og samviskubitið haldandi að ég, níu ára barn, væri á einhvern hátt ábyrg fyrir gjörðum fullorðins manns.“

Í þessum átakanlega pistli segir America að hún hafi þurft að sjá þennan mann nánast daglega í mörg ár.

„Hann brosti og veifaði og ég flýtti mér framhjá honum, blóðið mitt ískalt.“

Hún segir að það hafi verið þung byrði að aðeins þau tvö vissu og að hann ætlaðist til þess að hún segði ekkert og brosti til baka.

„Stelpur, rjúfum þögnina svo næsta kynslóð stúlkna þurfi ekki að lifa með þessu kjaftæði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×