John Snorri stefnir á topp K2 eftir tíu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 20:25 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi K2. kári schram Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi. Þriðju búðir eru staðsettar neðarlega á svæði sem kallast „Black Pyramid“ en þangað fór John Snorri ásamt göngufélögum sínum í dag til að setja upp tjöld og koma fyrir birgðum áður en lagt verður í hann á toppinn eftir tíu daga. John Snorri gengur á K2 til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, og er fylgst með ferðalaginu á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. „Það var góð tilfinning sem kom yfir mig í dag þar sem ég fann hvernig ég er að sigra fjallið smátt og smátt. Ég notaði tvo súrefniskúta á leið minni upp í búðir 3 en þar stoppuðum í sirka tvo tíma og komum upp tjöldum og birgðum. Gangan upp er klifur í klettum og ís og því nokkuð erfið yfirferðar. Núna er hópurinn kominn aftur niður í búðir 2 sem kallast "House of Chimney" þar sem við gistum í nótt,“ er haft eftir John Snorra á Facebook-síðu Lífsspors. Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, segir að ferðin í dag hafi mjög líklega verið seinasta ferðin sem farið er í til að undirbúa ferðina á toppinn. Eins og staðan er núna er stefnt á að nýta veðurgluggann í kringum 20. júlí en Hjördís segir það geti þó breyst þar sem þetta fari allt eftir veðri og vindum. Með John Snorra í för er Kári Schram myndatökumaður sem er að gera alþjóðlega kvikmynd um leiðangurinn. Hann fer þó ekki lengra en í grunnbúðirnar en þá kemur myndavélin sem John Snorri með á höfðinu sér vel þar sem hann fer ofar í fjallið. Eins og áður segir gengur John Snorri til styrktar Lífi og má heita á hann inni á vefsíðunni Lífsspor.Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við John Snorra úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í apríl. Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00 Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi. Þriðju búðir eru staðsettar neðarlega á svæði sem kallast „Black Pyramid“ en þangað fór John Snorri ásamt göngufélögum sínum í dag til að setja upp tjöld og koma fyrir birgðum áður en lagt verður í hann á toppinn eftir tíu daga. John Snorri gengur á K2 til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, og er fylgst með ferðalaginu á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. „Það var góð tilfinning sem kom yfir mig í dag þar sem ég fann hvernig ég er að sigra fjallið smátt og smátt. Ég notaði tvo súrefniskúta á leið minni upp í búðir 3 en þar stoppuðum í sirka tvo tíma og komum upp tjöldum og birgðum. Gangan upp er klifur í klettum og ís og því nokkuð erfið yfirferðar. Núna er hópurinn kominn aftur niður í búðir 2 sem kallast "House of Chimney" þar sem við gistum í nótt,“ er haft eftir John Snorra á Facebook-síðu Lífsspors. Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, segir að ferðin í dag hafi mjög líklega verið seinasta ferðin sem farið er í til að undirbúa ferðina á toppinn. Eins og staðan er núna er stefnt á að nýta veðurgluggann í kringum 20. júlí en Hjördís segir það geti þó breyst þar sem þetta fari allt eftir veðri og vindum. Með John Snorra í för er Kári Schram myndatökumaður sem er að gera alþjóðlega kvikmynd um leiðangurinn. Hann fer þó ekki lengra en í grunnbúðirnar en þá kemur myndavélin sem John Snorri með á höfðinu sér vel þar sem hann fer ofar í fjallið. Eins og áður segir gengur John Snorri til styrktar Lífi og má heita á hann inni á vefsíðunni Lífsspor.Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við John Snorra úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í apríl.
Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00 Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00
Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00