Málafylgjumenn Trump tala máli Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 13:49 Söluvara SPG er aðgangur að ríkisstjórn Donalds Trump. Vísir/AFP Íslensk stjórnvöld hafa gert samning við bandarískt málafylgjufyrirtæki sem er sagt hafa tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málafylgjumennirnir eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja gagnvart hertum reglum í farþegaflugi til Bandaríkjanna. Greint er frá samningnum við fyrirtækið SPG á vefsíðu Politico. Þar kemur fram að fyrirtækið hafi verið í sókn eftir að New York Times fjallaði um Robert Stryk, stjórnarformann þess, í tengslum við málafylgjumenn með tengls við Trump. RÚV sagði frá þessu fyrr í dag. Í grein New York Times kom fram að SPG hafi verið lítil fyrirtækið en hafi hjálpað framboði Trump óformlega í kosningabarátttuni á vesturströnd Bandaríkjanna. Stryk hefur gefið sig og fyrirtæki sitt út fyrir að geta hjálpað viðskiptavinum að hafa áhrif á ríkisstjórn Trump. Síðan þá hefur því vaxið fiskur um hrygg. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að samningurinn hafi verið gerður til reynslu í nokkra mánuði. SPG er einnig sagt starfa fyrir stjórnvöld í Afganistan, Kenía og Tékklandi. Politico segir að ekki komi fram í samningum sem blaðið hefur séð hversu mikið Ísland greiði fyrir þjónustuna.Málafylgjumenn alvanalegir í BandaríkjunumUrður segir dæmi til um að íslensk stjórnvöld hafi greitt þrýstihópum fyrir að tala máli Íslands áður þó að það gerist ekki oft. Fyrirtæki af þessu tagi séu alvanaleg í Bandaríkjunum. Spurð að því hvers vegna íslenska ríkið ráði fyrirtæki af þessu tagi til að tala máli íslenskra fyrirtækja segir Urður að hlutverk ráðuneytisins sé að gæta íslenskra hagsmuna erlendis. „Þar með talið er það fyrir fyrirtæki. Það er bara hluti af íslenskri utanríkisstefnu,“ segir hún. Greint var frá því í vikunni að utanríkisráðuneytið hefði ráðið bandarískt almannatengslafyrirtækið til að leiðrétta umfjöllun um fall ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar erlendis. Ellefu erlendum fjölmiðlum, þar á meðal Washington Post, hafi verið sendar athugasemdir. Athugasemdir voru einnig gerðar þegar umfjöllun fór af stað erlendis um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkennið. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir fráleitt að fé almennings sé notað til að lappa uppá ímynd Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir þögn sama og samþykki. 6. október 2017 14:55 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa gert samning við bandarískt málafylgjufyrirtæki sem er sagt hafa tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málafylgjumennirnir eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja gagnvart hertum reglum í farþegaflugi til Bandaríkjanna. Greint er frá samningnum við fyrirtækið SPG á vefsíðu Politico. Þar kemur fram að fyrirtækið hafi verið í sókn eftir að New York Times fjallaði um Robert Stryk, stjórnarformann þess, í tengslum við málafylgjumenn með tengls við Trump. RÚV sagði frá þessu fyrr í dag. Í grein New York Times kom fram að SPG hafi verið lítil fyrirtækið en hafi hjálpað framboði Trump óformlega í kosningabarátttuni á vesturströnd Bandaríkjanna. Stryk hefur gefið sig og fyrirtæki sitt út fyrir að geta hjálpað viðskiptavinum að hafa áhrif á ríkisstjórn Trump. Síðan þá hefur því vaxið fiskur um hrygg. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að samningurinn hafi verið gerður til reynslu í nokkra mánuði. SPG er einnig sagt starfa fyrir stjórnvöld í Afganistan, Kenía og Tékklandi. Politico segir að ekki komi fram í samningum sem blaðið hefur séð hversu mikið Ísland greiði fyrir þjónustuna.Málafylgjumenn alvanalegir í BandaríkjunumUrður segir dæmi til um að íslensk stjórnvöld hafi greitt þrýstihópum fyrir að tala máli Íslands áður þó að það gerist ekki oft. Fyrirtæki af þessu tagi séu alvanaleg í Bandaríkjunum. Spurð að því hvers vegna íslenska ríkið ráði fyrirtæki af þessu tagi til að tala máli íslenskra fyrirtækja segir Urður að hlutverk ráðuneytisins sé að gæta íslenskra hagsmuna erlendis. „Þar með talið er það fyrir fyrirtæki. Það er bara hluti af íslenskri utanríkisstefnu,“ segir hún. Greint var frá því í vikunni að utanríkisráðuneytið hefði ráðið bandarískt almannatengslafyrirtækið til að leiðrétta umfjöllun um fall ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar erlendis. Ellefu erlendum fjölmiðlum, þar á meðal Washington Post, hafi verið sendar athugasemdir. Athugasemdir voru einnig gerðar þegar umfjöllun fór af stað erlendis um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkennið.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir fráleitt að fé almennings sé notað til að lappa uppá ímynd Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir þögn sama og samþykki. 6. október 2017 14:55 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Utanríkisráðherra segir fráleitt að fé almennings sé notað til að lappa uppá ímynd Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir þögn sama og samþykki. 6. október 2017 14:55