Cara Delevigne opnar sig um sjálfsvígshugsanir Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2017 21:49 Cara Delevigne er með mörg járn í eldinum. mynd/getty „Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“ Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“
Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45
Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30
Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00
Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30