Cara Delevigne opnar sig um sjálfsvígshugsanir Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2017 21:49 Cara Delevigne er með mörg járn í eldinum. mynd/getty „Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“ Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
„Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“
Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45
Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30
Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00
Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30