Cara Delevigne opnar sig um sjálfsvígshugsanir Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2017 21:49 Cara Delevigne er með mörg járn í eldinum. mynd/getty „Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“ Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
„Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að vera þunglynd, ég hataði að upplifa þunglyndi og ég hataði að upplifa tilfinningar yfir höfuð,“ sagði ofurfyrirsætan Cara Delevigne í viðtali við tímaritið Porter. Í viðtalinu tjáir Delevigne sig opinskátt um andleg veikindi sem hún glímdi við sem táningur. Cara Delevigne er 25 ára og hefur fagnað góðu gengi bæði sem fyrirsæta og leikkona. Hún hlaut titilinn „Model of the Year“ á bresku tískuverðlaununum árið 2012 og lék burðarhlutverk í kvikmyndunum Paper Towns frá árinu 2015 og Suicide Squad 2016. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem fatahönnuður og músíkant. Hún leikur bæði á trommur og gítar auk þess sem hún syngur en hún hefur gefið út tvær sólóplötur. Þá kemur hún gjarnan fram með tónlistarmanninum Pharrel Williams, nú síðast á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í New York í vor. Hinn margfrægi umboðsmaður Simon Fuller bauð henni plötusamning árið 2012 en Delevigne hafnaði því tilboði. Cara á frumsýningu Valerian and the City of a Thousand Planets.Nýjasta fjöðurinn í hatti Delevigne er skáldsaga sem hún hefur nýverið lagt lokahönd á. Skáldsagan nefnist Mirror Mirror og fjallar um þrjá sextán ára vini sem horfa upp á vinkonu sína falla fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir að hafa afrekað umtalsvert meira en flestir jafnaldrar hennar segist Delevigne iðulega fyllast sjálfshatri og neikvæðum tilfinningum. „Það allra versta sem hendir mig er að mislukkast. Það er slæmt vegna þess að mér tekst aldrei að fyrirgefa sjálfri mér. Þetta byrjaði þegar ég var í skóla – mér fannst eins og ég væri aldrei nógu góð. Sú staðreynd að mér vegnaði ekki jafnvel og öðrum fékk mig til þess að fyrirlíta sjálfa mig.“ Delevigne kveðst hafa upplifað sig utangátta þegar hún var unglingur og fannst hún með engu móti getað losað sig við dimmar hugsanir. Þegar hún var fimmtán ára gömul fékk hún taugaáfall og var lögð inn á geðsjúkrahús. „Ég skildi ekki hvað var í gangi fyrir utan þá staðreynd að mig langaði ekki til að lifa lengur.“
Tengdar fréttir Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45 Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30 Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00 Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Sýningin var haldin í hinu nýuppgerða Paris Ritz hótelinu í gær. 7. desember 2016 11:45
Mesti töffari rauða dregilsins Cara Delevingne hefur slegið í gegn við kynningu myndarinnar Valerian And The City Of A Thousand Planets. 5. ágúst 2017 08:30
Cara Delevingne aflitar á sér hárið Eftir smá pásu frá sviðsljósinu er hún mætt aftur og með glænýjan hárlit. 6. mars 2017 13:00
Cara Delevingne er komin með nýtt tattú Fyrirsætan er dugleg að bæta á sig tattúum á líkamann sinn. 9. nóvember 2016 12:30