Skoða losun fráveituvatns í borholur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 18:45 Síðustu ár hefur verið fjallað um róttækar breytingar á umhverfi Mývatns. Mikið hefur verið af blábakteríum við vatnið og gert það græn- og brúnlitað. Botngróður hefur horfið að mestu á undanförnum árum, hinn sjaldgæfi kúluskítur finnst varla lengurí vatninu, Mývatnsbleikjan er í útrýmingarhættu og hornsílum hefur fækkað verulega. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum sem fá of mikið af næringarefnum. Fyrir ári skilaði samstarfshópur um málefni Mývatns skýrslu þar sem kallað var eftir umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. „Þetta er fyrst og fremst metnaðarfull áætlun - sveitarfélagið og rekstaraðilar vilja vera til fyrirmyndar þegar kemur að fráveitumálum í Mývatnssveit," segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Í áætluninni er lögð áhersla á að kanna þann möguleika að losa næringarríkt fráveituvatn í borholur sem er þekkt aðferð frá Bandaríkjunum en hefur ekki verið reynt á Íslandi. „Þetta gengur út á að dæla affalli, eða grávatni, niður fyrir vatnsborðið þannig að þetta fer beint niður fyrir vatnið og ofan við hraunið sem er gljúft þannig að það er talið að þetta fari þá bara út í hafið eins og frárennslið í öðrum sveitarfélögum gera á endanum," segir Þorsteinn. Áætlunin gerir ráð fyrir 500-700 milljóna króna kostnaði sem er mikið fyrir lítið sveitarfélag. Þorsteinn lítur á verndun Mývatns sem samstarfsverkefni íslensku þjóðarinnar og treystir á aðkomu ríkisins fyrir næstu skref. „Nú erum við búin að skila okkar umbótaáætlun, búin að vinna okkar heimavinnu en nú stendur upp á ríkið að koma að borðinu eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögum um mývatn og laxá," segir Þorsteinn. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Síðustu ár hefur verið fjallað um róttækar breytingar á umhverfi Mývatns. Mikið hefur verið af blábakteríum við vatnið og gert það græn- og brúnlitað. Botngróður hefur horfið að mestu á undanförnum árum, hinn sjaldgæfi kúluskítur finnst varla lengurí vatninu, Mývatnsbleikjan er í útrýmingarhættu og hornsílum hefur fækkað verulega. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum sem fá of mikið af næringarefnum. Fyrir ári skilaði samstarfshópur um málefni Mývatns skýrslu þar sem kallað var eftir umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. „Þetta er fyrst og fremst metnaðarfull áætlun - sveitarfélagið og rekstaraðilar vilja vera til fyrirmyndar þegar kemur að fráveitumálum í Mývatnssveit," segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Í áætluninni er lögð áhersla á að kanna þann möguleika að losa næringarríkt fráveituvatn í borholur sem er þekkt aðferð frá Bandaríkjunum en hefur ekki verið reynt á Íslandi. „Þetta gengur út á að dæla affalli, eða grávatni, niður fyrir vatnsborðið þannig að þetta fer beint niður fyrir vatnið og ofan við hraunið sem er gljúft þannig að það er talið að þetta fari þá bara út í hafið eins og frárennslið í öðrum sveitarfélögum gera á endanum," segir Þorsteinn. Áætlunin gerir ráð fyrir 500-700 milljóna króna kostnaði sem er mikið fyrir lítið sveitarfélag. Þorsteinn lítur á verndun Mývatns sem samstarfsverkefni íslensku þjóðarinnar og treystir á aðkomu ríkisins fyrir næstu skref. „Nú erum við búin að skila okkar umbótaáætlun, búin að vinna okkar heimavinnu en nú stendur upp á ríkið að koma að borðinu eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögum um mývatn og laxá," segir Þorsteinn.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira