Leit við Gullfoss: Rannsaka málið sem slys Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júlí 2017 17:01 Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum. vísir/magnús hlynur Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21
Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05
Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48