Herjólfur siglir fyrstu ferð sumarsins til Landeyjahafnar í dag. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, segir þetta mikið gleðiefni að Herjólfur sigli loks til Landeyjahafnar eftir erfiðan vetur. Bæjarlífið í Vestmannaeyjum muni klárlega taka kipp og farþegar streyma til Vestmannaeyja um höfnina næstu mánuði, er haft eftir Gunnlaugi í fréttatilkynningu vegna þessa tilefnis.
Ferðir helgarinnar eru sem hér segir:
VEY 15:30, LAN 16:30
VEY 21:00, LAN 22:00
Farþegar sem áttu bókað frá Eyjum 15:30 til Þorlákshafnar færast í 15:30 ferð til Landeyjahafnar. Farþegar sem áttu bókað frá Þorlakshöfn 19:15 færast í 16:30 ferð frá Landeyjahöfn en geta einnig haft samband við afgreiðslu og farið kl. 22:00 einnig. Biðlistar eru óbreyttir. Farþegar á biðlista hafi samband við afgreiðslu Herjólfs ef þeir óska eftir að fara í seinni ferðinni til eða frá Landeyjahöfn.
Eimskip, SS og Ölgerðin munu bjóða farþegum Herjólfs upp á grillaður pylsur og drykki við afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum.
