„Ég sneri hann bara niður og hélt honum“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2016 09:07 Júlíus Ármann Júlíusson framkvæmdi borgaralega handtöku í nótt. Vísir/GVA Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin.
Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58