Fjör í lokaumferð NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. janúar 2016 11:30 Peyton Manning snéri aftur á völlinn í gær og sá til þess að hans lið verður með heimavallarrétt út úrslitakeppnina og fær frí um næstu helgi. vísir/getty Það liggur nú fyrir hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en lokaumferðin í deildarkeppninni fór fram í gær. Denver Broncos náði frekar óvænt að vinna Ameríkudeildina en liðið þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn San Diego. Peyton Manning kom af bekknum í síðari hálfleik til að bjarga málum eftir að hafa misst af mörgum vikum vegna meiðsla. Það sem gerði Brocos mögulegt að vinna Ameríkudeildina var klúður New England gegn Miami. New England engu að síður í öðru sæti Amueríkudeildarinnar og situr hjá í fyrstu umferð rétt eins og Broncos. Denver verður þó með heimavallarrétt. Gærdagurinn var eflaust mjög sætur fyrir Rex Ryan, þjálfara Buffalo Bills. Fyrir ári síðan var hann rekinn frá NY Jets og í gær náði hann að koma í veg fyrir að Jets færi í úrslitakeppnina. Pittsburgh Steelers komst aftur á móti þangað. Carolina vann Þjóðardeildina en liðið var með besta árangur allra liða í deildinni í vetur. Tapaði aðeins einum leik. Arizona situr einnig hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þó svo liðið hafi fengið skell gegn Seattle í gær. Enginn skal afskrifa Seattle í baráttunni sem er fram undan. Eins og sjá má hér að neðan hefst úrslitakeppnin um næstu helgi með fjórum leikjum sem allir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úrslit: Atlanta-New Orleans 17-20 Buffalo-NY Jets 22-17 Chicago-Detroit 20-24 Cincinnati-Baltimore 24-16 Cleveland-Pittsburgh 12-28 Dallas-Washington 23-34 Houston-Jacksonville 30-6 Indianapolis-Tennessee 30-24 Miami-New England 20-10 NY Giants-Philadelphia 30-35 Arizona-Seattle 6-36 Carolina-Tampa Bay 38-10 Denver-San Diego 27-20 Kansas City-Oakland 23-17 San Francisco-St. Louis 19-16 Green Bay-Minnesota 13-20Fyrsta umferð úrslitakeppninnar (Wild Card-helgin):Laugardagur: Kl. 21.35: Houston Texans - Kansas City Chiefs Kl. 01.15: Cincinnati Bengals - Pittsburgh SteelersSunnudagur: Kl. 18.05: Minnesota Vikings - Seattle Seahawks Kl. 21.40: Washington Redskins - Green Bay PackersÞessi lið sitja hjá í fyrstu umferð: Denver Broncos New England Patriots Carolina Panthers Arizona CardinalsLokastaðan í deildarkeppninni. NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Sjá meira
Það liggur nú fyrir hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en lokaumferðin í deildarkeppninni fór fram í gær. Denver Broncos náði frekar óvænt að vinna Ameríkudeildina en liðið þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn San Diego. Peyton Manning kom af bekknum í síðari hálfleik til að bjarga málum eftir að hafa misst af mörgum vikum vegna meiðsla. Það sem gerði Brocos mögulegt að vinna Ameríkudeildina var klúður New England gegn Miami. New England engu að síður í öðru sæti Amueríkudeildarinnar og situr hjá í fyrstu umferð rétt eins og Broncos. Denver verður þó með heimavallarrétt. Gærdagurinn var eflaust mjög sætur fyrir Rex Ryan, þjálfara Buffalo Bills. Fyrir ári síðan var hann rekinn frá NY Jets og í gær náði hann að koma í veg fyrir að Jets færi í úrslitakeppnina. Pittsburgh Steelers komst aftur á móti þangað. Carolina vann Þjóðardeildina en liðið var með besta árangur allra liða í deildinni í vetur. Tapaði aðeins einum leik. Arizona situr einnig hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þó svo liðið hafi fengið skell gegn Seattle í gær. Enginn skal afskrifa Seattle í baráttunni sem er fram undan. Eins og sjá má hér að neðan hefst úrslitakeppnin um næstu helgi með fjórum leikjum sem allir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úrslit: Atlanta-New Orleans 17-20 Buffalo-NY Jets 22-17 Chicago-Detroit 20-24 Cincinnati-Baltimore 24-16 Cleveland-Pittsburgh 12-28 Dallas-Washington 23-34 Houston-Jacksonville 30-6 Indianapolis-Tennessee 30-24 Miami-New England 20-10 NY Giants-Philadelphia 30-35 Arizona-Seattle 6-36 Carolina-Tampa Bay 38-10 Denver-San Diego 27-20 Kansas City-Oakland 23-17 San Francisco-St. Louis 19-16 Green Bay-Minnesota 13-20Fyrsta umferð úrslitakeppninnar (Wild Card-helgin):Laugardagur: Kl. 21.35: Houston Texans - Kansas City Chiefs Kl. 01.15: Cincinnati Bengals - Pittsburgh SteelersSunnudagur: Kl. 18.05: Minnesota Vikings - Seattle Seahawks Kl. 21.40: Washington Redskins - Green Bay PackersÞessi lið sitja hjá í fyrstu umferð: Denver Broncos New England Patriots Carolina Panthers Arizona CardinalsLokastaðan í deildarkeppninni.
NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Sjá meira