Kominn með eigin klisjur á köflum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2016 09:00 Mugison er spenntur fyrir vertíiðinni en hann er komið með eigin litlu leikmynd í Kassanum. Vísir/Stefán Vestfirski tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson sem er af flestum þekktur sem Mugison heldur á vertíð til Reykjavíkur í sumar. Hann fer þó ekki til fiskveiða heldur efnir til tónleikasyrpu í höfuðborginni en hann segir hugmyndina runna undan rifjum systur sinnar. „Hún er búin að vinna lengi í túristabransanum og ég var að væla yfir hvað þetta væri mikil togstreita að vilja að vera að spila alla daga og fara til útlanda og vera frá fjölskyldunni. Þannig að hún sagði við mig: Af hverju spilar þú ekki bara í Reykjavík? Það er allt að fyllast af túristum hérna, spilaðu fyrir þá sem eru að koma hingað og slepptu því að vera að fara út.“ Mugison tók systur sína á orðinu og mun spila í Kassanum í sumar. „Mér finnst alltaf skemmtilegast að spila í leikhússölum. Þá er fólk ekki að drekka eða spjalla mikið. Þá datt mér í hug Kassinn og hafði samband við Þjóðleikhúsið og þau voru til í að dansa með mér,“ útskýrir hann hress og auðheyrt er að hann er spenntur fyrir komandi vikum. Fyrstu tónleikarnir fara fram næsta föstudag en hann er búinn að hlaða í tvö rennsli til þess að vera við öllu búinn og hélt niður í miðbæ til þess að reyna að næla í áhugasama áheyrendur. „Ég lét gera bækling fyrir mig og fór upp á Laugaveg og ætlaði að hössla nokkra túrista inn. Ég fór upp að fólki og sagði þeim að ég væri tónlistarmaður, það var svo fyndið því þetta fólk vissi náttúrulega ekkert hver ég er og það var eiginlega meira hrætt við mig heldur en nokkuð annað, svona eins og ég væri að reyna að hafa eitthvað af því,“ segir hann og skellir upp úr. Hann náði þó að telja nokkra áheyrendur á að koma og hlýða á efniskrána en hana fyllir bæði gamalt efni og nýtt. Síðasta plata tónlistarmannsins, Haglél, kom út árið 2011 og vakti mikla lukku. Mugison er langt kominn með nýja plötu en ekki er alveg víst hvenær hún lítur dagsins ljós. „Maður veit aldrei með þessar plötur, þær eru svo skapandi. Maður getur fílað eitthvað einn daginn og svo er það ógeðslegt daginn eftir. Ég er alltaf að lenda í því einhvern veginn,“ segir hann og segir að bæði megi heyra kveða við kunnuglegan tón í nýja efninu en einnig aðra tóna sem séu ekki eins kunnuglegir. „Mér finnst ég vera kominn með mínar eigin klisjur á köflum sem ég veit ekki hvort er gott eða vont.“ Áhugasamir gætu þó mögulega heyrt eitthvað af nýja efninu á fyrrnefndum tónleikum og miða á þá má nálgast á Mugison.is en athygli er vakin á því að efnisskráin er á ensku. „Ég tók alveg fjögur eða fimm ný lög í þessum prufum um daginn. Það er gaman svona meðan maður er enn að vinna í þeim. Þá finnur maður betur fyrir veikleikunum í lögunum og maður hugsar: Fyrirgefið, ég verð að laga þetta. Ég er ekki alveg búinn með þetta lag,“ segir hann hlæjandi að lokum. Tónlist Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Vestfirski tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson sem er af flestum þekktur sem Mugison heldur á vertíð til Reykjavíkur í sumar. Hann fer þó ekki til fiskveiða heldur efnir til tónleikasyrpu í höfuðborginni en hann segir hugmyndina runna undan rifjum systur sinnar. „Hún er búin að vinna lengi í túristabransanum og ég var að væla yfir hvað þetta væri mikil togstreita að vilja að vera að spila alla daga og fara til útlanda og vera frá fjölskyldunni. Þannig að hún sagði við mig: Af hverju spilar þú ekki bara í Reykjavík? Það er allt að fyllast af túristum hérna, spilaðu fyrir þá sem eru að koma hingað og slepptu því að vera að fara út.“ Mugison tók systur sína á orðinu og mun spila í Kassanum í sumar. „Mér finnst alltaf skemmtilegast að spila í leikhússölum. Þá er fólk ekki að drekka eða spjalla mikið. Þá datt mér í hug Kassinn og hafði samband við Þjóðleikhúsið og þau voru til í að dansa með mér,“ útskýrir hann hress og auðheyrt er að hann er spenntur fyrir komandi vikum. Fyrstu tónleikarnir fara fram næsta föstudag en hann er búinn að hlaða í tvö rennsli til þess að vera við öllu búinn og hélt niður í miðbæ til þess að reyna að næla í áhugasama áheyrendur. „Ég lét gera bækling fyrir mig og fór upp á Laugaveg og ætlaði að hössla nokkra túrista inn. Ég fór upp að fólki og sagði þeim að ég væri tónlistarmaður, það var svo fyndið því þetta fólk vissi náttúrulega ekkert hver ég er og það var eiginlega meira hrætt við mig heldur en nokkuð annað, svona eins og ég væri að reyna að hafa eitthvað af því,“ segir hann og skellir upp úr. Hann náði þó að telja nokkra áheyrendur á að koma og hlýða á efniskrána en hana fyllir bæði gamalt efni og nýtt. Síðasta plata tónlistarmannsins, Haglél, kom út árið 2011 og vakti mikla lukku. Mugison er langt kominn með nýja plötu en ekki er alveg víst hvenær hún lítur dagsins ljós. „Maður veit aldrei með þessar plötur, þær eru svo skapandi. Maður getur fílað eitthvað einn daginn og svo er það ógeðslegt daginn eftir. Ég er alltaf að lenda í því einhvern veginn,“ segir hann og segir að bæði megi heyra kveða við kunnuglegan tón í nýja efninu en einnig aðra tóna sem séu ekki eins kunnuglegir. „Mér finnst ég vera kominn með mínar eigin klisjur á köflum sem ég veit ekki hvort er gott eða vont.“ Áhugasamir gætu þó mögulega heyrt eitthvað af nýja efninu á fyrrnefndum tónleikum og miða á þá má nálgast á Mugison.is en athygli er vakin á því að efnisskráin er á ensku. „Ég tók alveg fjögur eða fimm ný lög í þessum prufum um daginn. Það er gaman svona meðan maður er enn að vinna í þeim. Þá finnur maður betur fyrir veikleikunum í lögunum og maður hugsar: Fyrirgefið, ég verð að laga þetta. Ég er ekki alveg búinn með þetta lag,“ segir hann hlæjandi að lokum.
Tónlist Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið