Brynjar vill komast að í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2016 19:00 Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. NFL Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira