Vestur-Íslendingar gefa óþægum rotinn tómat Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Afkomendur íslensku vesturfaranna halda margir í íslenskar jólahefðir. Hér er Maxine Ingalls að kenna laufabrauðsgerð. Mynd/Tammy Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira