Hæstiréttur staðfestir tveggja ára dóm yfir nuddara sem stakk fingri í leggöng konu Anton Egilsson skrifar 15. desember 2016 18:35 Nuddarinn sagðist hafa starfað við iðn sína í 22 ár. Vísir/Getty Meirihluti Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir reynslumiklum nuddara fyrir að stinga fingur sínum inn í leggöng konu sem sótti nudd til hans. Nuddarinn, Sverrir Hjaltason, hefur starfað við iðn sína í á þriðja áratug. Brotið átti sér stað í júní árið 2012 en konan leitaði til Sverris vegna verkja í mjóbaki. Fyrst gekk nuddið eðlilega fyrir sig þar sem konan lá á maganum og maðurinn nuddaði á henni bakið. Bað hann hana síðar um að afklæðast og bað hana um að fara einnig úr nærbuxunum. Bar hann fyrir sig að hann væri orðinn svo þreyttur í olnbogunum eftir nuddið og nærbuxurnar úr svo stífu efni, sem sært hafi olnbogana. Við nuddið hafi svo fingur hans runnið til og farið inn í leggöng konunnar. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí síðastliðnum en þar neitaði nuddarinn staðfastlega sök. Var nuddarinn dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Áfrýjaði ákæruvaldið dómnum til Hæstaréttar og krafðist þess að refsing nuddarans yrði þyngd. Sjá: Tveggja ára fangelsi: Reynslumikill nuddari stakk fingri í legging konu. Misræmi í frásögn nuddarans um atvikið Við skýrslutöku hjá lögreglu skýrði nuddarinn frá því að hönd hans hefði runnið til og „lítill partur af einum puttanum fer inn í klofið á henni“ eins og hann komst að orði og að hann „hefði getað misst alla puttana þarna.“ Við skýrslugjöf bætti hann svo við að hann héldi að hann væri „nokkuð heppinn að hendin fór bara ekki öll inn“. Frásögn nuddarans um framangreind atriði var við skýrslugjöf fyrir dómi nokkuð á annan veg. Þar kvaðst hann halda að hann hafi ekki runnið til en hann „hafi bara ekki séð þetta nægilega vel, þannig að smávegis af nöglinni snerti sköpin á henni.“ Hafði mikil áhrif á konuna Eftir að nuddtímanum lauk var konan mjög miður sín og greindi sambýlismanni sínum og vinkonu frá atvikunum.Hún brotnaði saman og leitaði í kjölfarið til sálfræðings en hann greindi hana með áfallastreituröskun sem rekja mætti til atburðarins. Í skýrslu læknis á neyðarmóttöku sem hitti hana í kjölfar atviksins kom fram að konan hafi verið í losti og fengið grátköst. Hún hafi verið með skjálfta, hroll og vöðvaspennu. Þá hafi hún verið með ógleði og magaverki. Var frásögn konunnar á atvikum málsins fyrir dómi talinn trúverðugur.Klofinn dómur HæstaréttarÍ dómi meirihluta Hæstaréttar segir að nuddarinn hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á því misræmi sem var í frásögn hans við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá taldi meirihlutinn ekki tilefni til vefengja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu nuddarans og staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir honum. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að lækka ætti refsingu nuddarans og dæma hann til níu mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið til tveggja ára.Hér má lesa dóm Hæstaréttar í heild sinni. Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi: Reynslumikill nuddari stakk fingri í leggöng konu Málið tók fjögur ár í meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með viðkomu í Hæstarétti. 4. maí 2016 16:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Meirihluti Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir reynslumiklum nuddara fyrir að stinga fingur sínum inn í leggöng konu sem sótti nudd til hans. Nuddarinn, Sverrir Hjaltason, hefur starfað við iðn sína í á þriðja áratug. Brotið átti sér stað í júní árið 2012 en konan leitaði til Sverris vegna verkja í mjóbaki. Fyrst gekk nuddið eðlilega fyrir sig þar sem konan lá á maganum og maðurinn nuddaði á henni bakið. Bað hann hana síðar um að afklæðast og bað hana um að fara einnig úr nærbuxunum. Bar hann fyrir sig að hann væri orðinn svo þreyttur í olnbogunum eftir nuddið og nærbuxurnar úr svo stífu efni, sem sært hafi olnbogana. Við nuddið hafi svo fingur hans runnið til og farið inn í leggöng konunnar. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí síðastliðnum en þar neitaði nuddarinn staðfastlega sök. Var nuddarinn dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Áfrýjaði ákæruvaldið dómnum til Hæstaréttar og krafðist þess að refsing nuddarans yrði þyngd. Sjá: Tveggja ára fangelsi: Reynslumikill nuddari stakk fingri í legging konu. Misræmi í frásögn nuddarans um atvikið Við skýrslutöku hjá lögreglu skýrði nuddarinn frá því að hönd hans hefði runnið til og „lítill partur af einum puttanum fer inn í klofið á henni“ eins og hann komst að orði og að hann „hefði getað misst alla puttana þarna.“ Við skýrslugjöf bætti hann svo við að hann héldi að hann væri „nokkuð heppinn að hendin fór bara ekki öll inn“. Frásögn nuddarans um framangreind atriði var við skýrslugjöf fyrir dómi nokkuð á annan veg. Þar kvaðst hann halda að hann hafi ekki runnið til en hann „hafi bara ekki séð þetta nægilega vel, þannig að smávegis af nöglinni snerti sköpin á henni.“ Hafði mikil áhrif á konuna Eftir að nuddtímanum lauk var konan mjög miður sín og greindi sambýlismanni sínum og vinkonu frá atvikunum.Hún brotnaði saman og leitaði í kjölfarið til sálfræðings en hann greindi hana með áfallastreituröskun sem rekja mætti til atburðarins. Í skýrslu læknis á neyðarmóttöku sem hitti hana í kjölfar atviksins kom fram að konan hafi verið í losti og fengið grátköst. Hún hafi verið með skjálfta, hroll og vöðvaspennu. Þá hafi hún verið með ógleði og magaverki. Var frásögn konunnar á atvikum málsins fyrir dómi talinn trúverðugur.Klofinn dómur HæstaréttarÍ dómi meirihluta Hæstaréttar segir að nuddarinn hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á því misræmi sem var í frásögn hans við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá taldi meirihlutinn ekki tilefni til vefengja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu nuddarans og staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir honum. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að lækka ætti refsingu nuddarans og dæma hann til níu mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið til tveggja ára.Hér má lesa dóm Hæstaréttar í heild sinni.
Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi: Reynslumikill nuddari stakk fingri í leggöng konu Málið tók fjögur ár í meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með viðkomu í Hæstarétti. 4. maí 2016 16:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Tveggja ára fangelsi: Reynslumikill nuddari stakk fingri í leggöng konu Málið tók fjögur ár í meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með viðkomu í Hæstarétti. 4. maí 2016 16:53