Hótaði að eyðileggja starfsferil blaðamanns Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2016 14:31 Hinn litríki Sherman ræðir hér við dómara. Vísir/Getty Richard Sherman er einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar og lykilmaður í sterku liði Seattle Seahawks. Það er þó óhætt að fullyrða að hann sé með muninn fyrir neðan nefið og sé óhræddur að svara fyrir sig. Hann gekk þó líklega of langt á blaðamannafundi í gær. Seattle vann öruggan 24-3 sigur á LA Rams á fimmtudagskvöldið en þrátt fyrir yfirburði sjóhaukanna náðust myndir af því þegar Sherman var að hnakkrífast við sóknarþjálfara liðsins, Darrell Bevell. Sherman var ekki ánægður með að Bevell hafi kallað eftir kastkerfi þegar sókn Seattle var við endamarkið í stað þess að láta hlaupa með boltann, sem er öllu algengara og mun hættuminna. Jim Moore, blaðamaður í Seattle, spurði Sherman út í málið á blaðamannafundi í gær. Sherman reiddist spurninginn. „Leyfðu mér að giska. Þú hefur betri hugmynd um hvernig á að spila leikinn?“ svaraði hann. Moore svaraði neitandi og Sherman svaraði um hæl að honum væri þá líklegast hollast að hætta að tala. Sherman lét ekki þar við sitja og eftir blaðamannafundinn vatt hann sér upp að Moore. „Þú ættir ekki að koma hingað inn,“ sagði hann og átti við búningsklefa Seattle, þar sem blaðamenn fá oft að ræða við leikmenn. „Þú vilt það ekki. Ég mun eyðileggja ferilinn þinn,“ sagði Sherman. „Nú? Hvernig?“ „Ég læt fjarlægja blaðamannapassann þinn.“ „Já, er það?“ „Já. Já, það er rétt.“ Sherman hefur greinilega séð eftir öllu saman miðað við skrif hans á Twitter-síðu sína í gærkvöldi, eins og sjá má hér fyrir neðan.I appreciate the role the media plays and they have a tough job. I let it get personal today and I regret that. Next one should be fun— Richard Sherman (@RSherman_25) December 21, 2016 NFL Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Richard Sherman er einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar og lykilmaður í sterku liði Seattle Seahawks. Það er þó óhætt að fullyrða að hann sé með muninn fyrir neðan nefið og sé óhræddur að svara fyrir sig. Hann gekk þó líklega of langt á blaðamannafundi í gær. Seattle vann öruggan 24-3 sigur á LA Rams á fimmtudagskvöldið en þrátt fyrir yfirburði sjóhaukanna náðust myndir af því þegar Sherman var að hnakkrífast við sóknarþjálfara liðsins, Darrell Bevell. Sherman var ekki ánægður með að Bevell hafi kallað eftir kastkerfi þegar sókn Seattle var við endamarkið í stað þess að láta hlaupa með boltann, sem er öllu algengara og mun hættuminna. Jim Moore, blaðamaður í Seattle, spurði Sherman út í málið á blaðamannafundi í gær. Sherman reiddist spurninginn. „Leyfðu mér að giska. Þú hefur betri hugmynd um hvernig á að spila leikinn?“ svaraði hann. Moore svaraði neitandi og Sherman svaraði um hæl að honum væri þá líklegast hollast að hætta að tala. Sherman lét ekki þar við sitja og eftir blaðamannafundinn vatt hann sér upp að Moore. „Þú ættir ekki að koma hingað inn,“ sagði hann og átti við búningsklefa Seattle, þar sem blaðamenn fá oft að ræða við leikmenn. „Þú vilt það ekki. Ég mun eyðileggja ferilinn þinn,“ sagði Sherman. „Nú? Hvernig?“ „Ég læt fjarlægja blaðamannapassann þinn.“ „Já, er það?“ „Já. Já, það er rétt.“ Sherman hefur greinilega séð eftir öllu saman miðað við skrif hans á Twitter-síðu sína í gærkvöldi, eins og sjá má hér fyrir neðan.I appreciate the role the media plays and they have a tough job. I let it get personal today and I regret that. Next one should be fun— Richard Sherman (@RSherman_25) December 21, 2016
NFL Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira