„Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 30. mars 2016 13:16 Bryndís og Sigurður á góðri stund í Kólumbíu. Visir/Bryndís Eva „Ummælin spanna allan skalann frá því að við séum sek um úrkynjun og ,,sodomy" (eðlilega), ég sé redneck drusla og vonlaus móðir en uppáhalds er þó að ég sé fucking whorebag. Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum. Einstaka finnst ég samt sæt. Til hamingju heimur, kvenréttindabaráttan er búin sýnist mér. Þegiði svo kæru femínistar.“Svona endar kaldhæðin færsla Bryndísar Evu Ásmundsdóttur um þau ummæli sem Youtube-notendur létu flakka eftir að hafa horft á það stutta brot sem CNN birti af viðtalinu við hana og kærasta hennar Sigurð Eggertsson þar. Viðbrögð Youtube-notenda eru beggja blands. Sumir hæla þessu fyrirkomulaginu, aðrir dást af fegurð Bryndísar á meðan aðrir geta ekki haldið aftur á andúð sinni. Þar er hún (en aldrei hann) kölluð ýmsum ljótum nöfnum eins og sést í færslunni ásamt því að einn kastaði fram þeirri spurningu hvort það væri jákvætt að vera „drusla“ „Óhefðbundin“ íslensk fjölskyldugildi á Íslandi voru gerð að umfjöllunarefni á CNN á sunnudag í þættinum The Wonder list. Þáttastjórnandinn Bill Weir furðaði sig á tíðni fæðinga utan hjónabands hér á landi sem samkvæmt heimildum hans eru tvær af hverjum þremur (eða rétt tæplega 67%). Þar spjallaði hann við parið þar sem þau deila á milli sín fjórum börnum ásamt þremur öðrum einstaklingum án nokkurs „samviskubits eða eftirsjár“, eins og hann orðaði það. Bryndís bendir á í Facebook-færslu sinni hversu gildishlaðið það orðalag er. Í þættinum sjálfum gagnrýnir hún svo notkun hugtaksins „brotin fjölskylda“ og segir íslenskar konur fullkomlega frjálsar til þess að finna það líf sem henti þeim og þeirra hamingju best.Hvað um hans hórdóm?Weir komst í samband við Bryndísi og Sigurð í gegnum sameiginlegan vin sem hafði starfað fyrir hann sem leiðsögumaður. „Við mættum lítið undirbúin til leiks og áttuðum okkur kannski ekki alveg á hversu rosalega út fyrir kassann svona samsett fjölskylda eins og okkar er í augum Kanans,“ segir Bryndís í spjalli við Vísi en til að mynda á hún það gott vinasamband við fyrrverandi að hún fór nýverið í ferð til Los Angeles ásamt sameiginlegum syni þeirra á meðan Sigurður var með restina af barnaskaranum heima. „Þú átt að geta átt hamingjusamt fjölskyldusamband sem virkar þó svo að hún sé ekki eftir bandarískri bókstafstrúaruppskrift. Það virðist vera jafna sem mörgum finnst ekki ganga upp ef mark skal tekið á ummælum við Youtube klippuna“. Bryndís segir að sér hafi fundist athyglisverðast hversu mikil heift virðist grípa karlmenn víða um heim. „Einum fannst ekki hreint fullnægjandi að kalla mig hóru heldur „fucking whorebag“. Margir höfðu alvarlegar áhyggjur af börnum sem alin væru upp við slíkt „siðleysi“. Einhver vildi meina að þarna væri orgíupartí í gangi! Auðvitað er ógnvænlegt fyrir slíka menn að frétta af heilli eyju í Atlantshafi þar sem konur æða svona algjörlega ótamdar um“. Bryndís segir að þrátt fyrir slík ummæli kippi fjölskyldan sér lítið upp við þetta. Elstu krökkunum hafi brugðið örlítið. „Siggi er samt sár hvað hans hórdómur fær litla athygli og þykir einhvern veginn minna tiltökumál. Blygðunarleysi kvenna er einhvern veginn fréttnæmara og skemmtilegra“. Hér er færsla Bryndísar í heild sinni; Tengdar fréttir CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Ummælin spanna allan skalann frá því að við séum sek um úrkynjun og ,,sodomy" (eðlilega), ég sé redneck drusla og vonlaus móðir en uppáhalds er þó að ég sé fucking whorebag. Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum. Einstaka finnst ég samt sæt. Til hamingju heimur, kvenréttindabaráttan er búin sýnist mér. Þegiði svo kæru femínistar.“Svona endar kaldhæðin færsla Bryndísar Evu Ásmundsdóttur um þau ummæli sem Youtube-notendur létu flakka eftir að hafa horft á það stutta brot sem CNN birti af viðtalinu við hana og kærasta hennar Sigurð Eggertsson þar. Viðbrögð Youtube-notenda eru beggja blands. Sumir hæla þessu fyrirkomulaginu, aðrir dást af fegurð Bryndísar á meðan aðrir geta ekki haldið aftur á andúð sinni. Þar er hún (en aldrei hann) kölluð ýmsum ljótum nöfnum eins og sést í færslunni ásamt því að einn kastaði fram þeirri spurningu hvort það væri jákvætt að vera „drusla“ „Óhefðbundin“ íslensk fjölskyldugildi á Íslandi voru gerð að umfjöllunarefni á CNN á sunnudag í þættinum The Wonder list. Þáttastjórnandinn Bill Weir furðaði sig á tíðni fæðinga utan hjónabands hér á landi sem samkvæmt heimildum hans eru tvær af hverjum þremur (eða rétt tæplega 67%). Þar spjallaði hann við parið þar sem þau deila á milli sín fjórum börnum ásamt þremur öðrum einstaklingum án nokkurs „samviskubits eða eftirsjár“, eins og hann orðaði það. Bryndís bendir á í Facebook-færslu sinni hversu gildishlaðið það orðalag er. Í þættinum sjálfum gagnrýnir hún svo notkun hugtaksins „brotin fjölskylda“ og segir íslenskar konur fullkomlega frjálsar til þess að finna það líf sem henti þeim og þeirra hamingju best.Hvað um hans hórdóm?Weir komst í samband við Bryndísi og Sigurð í gegnum sameiginlegan vin sem hafði starfað fyrir hann sem leiðsögumaður. „Við mættum lítið undirbúin til leiks og áttuðum okkur kannski ekki alveg á hversu rosalega út fyrir kassann svona samsett fjölskylda eins og okkar er í augum Kanans,“ segir Bryndís í spjalli við Vísi en til að mynda á hún það gott vinasamband við fyrrverandi að hún fór nýverið í ferð til Los Angeles ásamt sameiginlegum syni þeirra á meðan Sigurður var með restina af barnaskaranum heima. „Þú átt að geta átt hamingjusamt fjölskyldusamband sem virkar þó svo að hún sé ekki eftir bandarískri bókstafstrúaruppskrift. Það virðist vera jafna sem mörgum finnst ekki ganga upp ef mark skal tekið á ummælum við Youtube klippuna“. Bryndís segir að sér hafi fundist athyglisverðast hversu mikil heift virðist grípa karlmenn víða um heim. „Einum fannst ekki hreint fullnægjandi að kalla mig hóru heldur „fucking whorebag“. Margir höfðu alvarlegar áhyggjur af börnum sem alin væru upp við slíkt „siðleysi“. Einhver vildi meina að þarna væri orgíupartí í gangi! Auðvitað er ógnvænlegt fyrir slíka menn að frétta af heilli eyju í Atlantshafi þar sem konur æða svona algjörlega ótamdar um“. Bryndís segir að þrátt fyrir slík ummæli kippi fjölskyldan sér lítið upp við þetta. Elstu krökkunum hafi brugðið örlítið. „Siggi er samt sár hvað hans hórdómur fær litla athygli og þykir einhvern veginn minna tiltökumál. Blygðunarleysi kvenna er einhvern veginn fréttnæmara og skemmtilegra“. Hér er færsla Bryndísar í heild sinni;
Tengdar fréttir CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07