Boða til samstöðufundar við bandaríska sendiráðið vegna Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 15:58 Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels