Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 19:50 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni í dag. mynd/gylfi blöndal „Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel, sem tók meðfylgjandi mynd við Jökulsárlón í dag þar sem hann var á ferð með bandarískum ferðamönnum. Eins og sjá má á myndinni eru þó nokkrir ferðamenn úti á ísjökunum á lóninu en slíkt er háskaleikur en lónið jú jökulkalt. „Það er afskaplega erfitt og leiðinlegt að sjá þetta því maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona en að sama skapi er erfitt að standa yfir fólki og skamma það, sérstaklega þegar maður er sjálfur að vinna og er að passa öryggi síns hóps,“ segir Gylfi sem kveðst 99 prósent viss um að ferðamennirnir hafi verið á eigin vegum. Leiðsögumenn sem hann þekki brýni fyrir sínum hópum að hætturnar leynist víða og að það sé til að mynda stórhættulegt að fara út á ísinn á Jökulsárlóni.Börn á hálum ís við Jökulsárlón í febrúar í fyrra.mynd/owen huntÖryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mjög í umræðunni seinustu vikur og sérstaklega síðustu daga í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru eftir að alda tók hann á haf út. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fluttar eru fréttir af ferðamönnum úti á jökunum á Jökulsárlóni. Fyrir um það bil ári var greint frá eftirlitslausum börnum sem voru hlaupandi um á ísnum við lónið og rætt við leiðsögumanninn Owen Hunt sem þar hafði verið á ferð með hóp af ferðamönnum. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði Owen þá í samtali við Vísi. Þá stöðvaði hann sjálfur kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning. Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel, sem tók meðfylgjandi mynd við Jökulsárlón í dag þar sem hann var á ferð með bandarískum ferðamönnum. Eins og sjá má á myndinni eru þó nokkrir ferðamenn úti á ísjökunum á lóninu en slíkt er háskaleikur en lónið jú jökulkalt. „Það er afskaplega erfitt og leiðinlegt að sjá þetta því maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona en að sama skapi er erfitt að standa yfir fólki og skamma það, sérstaklega þegar maður er sjálfur að vinna og er að passa öryggi síns hóps,“ segir Gylfi sem kveðst 99 prósent viss um að ferðamennirnir hafi verið á eigin vegum. Leiðsögumenn sem hann þekki brýni fyrir sínum hópum að hætturnar leynist víða og að það sé til að mynda stórhættulegt að fara út á ísinn á Jökulsárlóni.Börn á hálum ís við Jökulsárlón í febrúar í fyrra.mynd/owen huntÖryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mjög í umræðunni seinustu vikur og sérstaklega síðustu daga í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru eftir að alda tók hann á haf út. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fluttar eru fréttir af ferðamönnum úti á jökunum á Jökulsárlóni. Fyrir um það bil ári var greint frá eftirlitslausum börnum sem voru hlaupandi um á ísnum við lónið og rætt við leiðsögumanninn Owen Hunt sem þar hafði verið á ferð með hóp af ferðamönnum. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði Owen þá í samtali við Vísi. Þá stöðvaði hann sjálfur kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning.
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40
Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57