Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 19:50 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni í dag. mynd/gylfi blöndal „Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel, sem tók meðfylgjandi mynd við Jökulsárlón í dag þar sem hann var á ferð með bandarískum ferðamönnum. Eins og sjá má á myndinni eru þó nokkrir ferðamenn úti á ísjökunum á lóninu en slíkt er háskaleikur en lónið jú jökulkalt. „Það er afskaplega erfitt og leiðinlegt að sjá þetta því maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona en að sama skapi er erfitt að standa yfir fólki og skamma það, sérstaklega þegar maður er sjálfur að vinna og er að passa öryggi síns hóps,“ segir Gylfi sem kveðst 99 prósent viss um að ferðamennirnir hafi verið á eigin vegum. Leiðsögumenn sem hann þekki brýni fyrir sínum hópum að hætturnar leynist víða og að það sé til að mynda stórhættulegt að fara út á ísinn á Jökulsárlóni.Börn á hálum ís við Jökulsárlón í febrúar í fyrra.mynd/owen huntÖryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mjög í umræðunni seinustu vikur og sérstaklega síðustu daga í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru eftir að alda tók hann á haf út. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fluttar eru fréttir af ferðamönnum úti á jökunum á Jökulsárlóni. Fyrir um það bil ári var greint frá eftirlitslausum börnum sem voru hlaupandi um á ísnum við lónið og rætt við leiðsögumanninn Owen Hunt sem þar hafði verið á ferð með hóp af ferðamönnum. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði Owen þá í samtali við Vísi. Þá stöðvaði hann sjálfur kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning. Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel, sem tók meðfylgjandi mynd við Jökulsárlón í dag þar sem hann var á ferð með bandarískum ferðamönnum. Eins og sjá má á myndinni eru þó nokkrir ferðamenn úti á ísjökunum á lóninu en slíkt er háskaleikur en lónið jú jökulkalt. „Það er afskaplega erfitt og leiðinlegt að sjá þetta því maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona en að sama skapi er erfitt að standa yfir fólki og skamma það, sérstaklega þegar maður er sjálfur að vinna og er að passa öryggi síns hóps,“ segir Gylfi sem kveðst 99 prósent viss um að ferðamennirnir hafi verið á eigin vegum. Leiðsögumenn sem hann þekki brýni fyrir sínum hópum að hætturnar leynist víða og að það sé til að mynda stórhættulegt að fara út á ísinn á Jökulsárlóni.Börn á hálum ís við Jökulsárlón í febrúar í fyrra.mynd/owen huntÖryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mjög í umræðunni seinustu vikur og sérstaklega síðustu daga í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru eftir að alda tók hann á haf út. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fluttar eru fréttir af ferðamönnum úti á jökunum á Jökulsárlóni. Fyrir um það bil ári var greint frá eftirlitslausum börnum sem voru hlaupandi um á ísnum við lónið og rætt við leiðsögumanninn Owen Hunt sem þar hafði verið á ferð með hóp af ferðamönnum. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði Owen þá í samtali við Vísi. Þá stöðvaði hann sjálfur kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning.
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40
Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels