Búvörusamningurinn verðtryggður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2016 13:35 Frá undirritun búvörusamninga. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Nýr búvörusamningur er verðtryggður og uppfærast fjárhæðir í samningnum í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. Samningurinn á því að fylgja verðlagsþróun.Kindur á leið af fjalli.vísir/gvaÞetta kemur fram í rammasamningi búvörusamningsins, sem síðan er skiptur niður í þrjá aðra hluti sem taka á sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Samningurinn hefur sætt talsverðri gagnrýni en hann er til tíu ára og gerir ráð fyrir auknum framlögum ríkisins til bænda.Á móti verðtrygginguFramsóknarflokkurinn, flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, er einn harðasti andstæðingur verðtryggingar á Íslandi. Eitt af helstu kosningaloforðum flokksins fyrir síðustu kosningar var að verðtrygging yrði afnumin á Íslandi. Lítið hefur þó þokast í átt að afnámi verðtryggingar og eru óbreyttir þingmenn flokksins orðnir langeygir eftir tillögum um breytingar. Í nýlegri fréttaskýringu Vísis kom fram að þingmenn hefðu rætt sín á milli að flytja sjálfir frumvarp um málið og gefast upp á biðinni eftir tillögum stjórnarinnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, gaf til kynna í þættinum Stjórnmálavísi 4. febrúar síðastliðinn að ekki væri full samstaða um afnámið innan ríkisstjórnarflokkanna. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu,“ sagði hann. Umdeildur samningur Viðskiptaráð hvatti í dag Alþingi til að hafna samningum og sögðu að þröngir skammtímahagsmunir hafi verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna við gerð samninganna. Endurskoðunarákvæði samninganna gætu þá aðeins leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hefur sagt samninginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausan fjáraustur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir hins vegar að verið sé að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Þingfundur hefst klukkan 15.00 á umræðum um störf þingsins en að þeim loknum tekur umræðan um búvörusamninginn við. Búvörusamningar Garðyrkja Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Nýr búvörusamningur er verðtryggður og uppfærast fjárhæðir í samningnum í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. Samningurinn á því að fylgja verðlagsþróun.Kindur á leið af fjalli.vísir/gvaÞetta kemur fram í rammasamningi búvörusamningsins, sem síðan er skiptur niður í þrjá aðra hluti sem taka á sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Samningurinn hefur sætt talsverðri gagnrýni en hann er til tíu ára og gerir ráð fyrir auknum framlögum ríkisins til bænda.Á móti verðtrygginguFramsóknarflokkurinn, flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, er einn harðasti andstæðingur verðtryggingar á Íslandi. Eitt af helstu kosningaloforðum flokksins fyrir síðustu kosningar var að verðtrygging yrði afnumin á Íslandi. Lítið hefur þó þokast í átt að afnámi verðtryggingar og eru óbreyttir þingmenn flokksins orðnir langeygir eftir tillögum um breytingar. Í nýlegri fréttaskýringu Vísis kom fram að þingmenn hefðu rætt sín á milli að flytja sjálfir frumvarp um málið og gefast upp á biðinni eftir tillögum stjórnarinnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, gaf til kynna í þættinum Stjórnmálavísi 4. febrúar síðastliðinn að ekki væri full samstaða um afnámið innan ríkisstjórnarflokkanna. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu,“ sagði hann. Umdeildur samningur Viðskiptaráð hvatti í dag Alþingi til að hafna samningum og sögðu að þröngir skammtímahagsmunir hafi verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna við gerð samninganna. Endurskoðunarákvæði samninganna gætu þá aðeins leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hefur sagt samninginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausan fjáraustur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir hins vegar að verið sé að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Þingfundur hefst klukkan 15.00 á umræðum um störf þingsins en að þeim loknum tekur umræðan um búvörusamninginn við.
Búvörusamningar Garðyrkja Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira