Tilbúinn til að skoða kosti flugvallar í Hvassahrauni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 14:24 Halldór hefur talað fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Vísir/Pjetur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni, vill að borgarstjóri beiti sér fyrir því að aðalskipulagi Reykjavíkur verði breytt þannig að flugvöllurinn í Vatnsmýri fái að vera þar fram yfir árið 2030. Draga þurfi úr þeirri óvissu sem ríkt hafi að undanförnu. „Það þarf svo bara að vinna að því að skoða hvort það sé annar valkostur, eins og til dæmis Hvassahraun og þá hvort það sé einhver tilbúinn til að byggja flugvöll þar, því ekki er ríkið að fara að byggja flugvöll,“ sagði Halldór í Sprengisandi í dag. Halldór, og flokkur hans, hefur hingað til talað fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Hann segist nú tilbúinn til að skoða Hvassahraun sem framtíðarflugvöll betur – en að þó þurfi að setja við það ákveðna fyrirvara. „Ég er alveg tilbúinn til að ræða það. Mér finnst það ekkert út í hött.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði pólitíkina ekki virðast höndla þetta mál. Um sé að ræða áratugalangar deilur en segist ekki sjá neitt uppbyggilegt koma út úr því rifrildi. „Þetta er orðið að tákni einhvern veginn um spennu milli landsbyggðar og höfuðborgar sem er bara vont. Þannig að jafnvel þegar það er kominn kostur sem að í raun mætir mjög mörgum, kannski réttmætum áhyggjum sem hafa verið í þessu máli, sem eru til dæmis hagsmunir innanlandsflugs og þar með landsbyggðar, hagsmunir sjúkraflugs og svona. Ef það er hægt að mæta þessum hagsmunum í Hvassahrauni, af hverju má þá ekki skoða það? Segjum að það sé rétt hjá Halldóri að ríkissjóður þurfi ekki að setja krónu í málið heldur væri hægt að byggja annan völl, annað hvort með tekjum af landi ríkisins í Vatnsmýri eða þá að einkaaðilar gerðu það bara, af hverju má þá ekki skoða það,“ sagði hann. Halldór ítrekaði þá fyrri orð sín: „Ég kalla þá eftir því að þessir einkaaðilar fari að gera eitthvað. En Dagur þarf að sama skapi að lengja tíma flugvallarins í Vatnsmýri út skipulagstímabilið. Mér finnst það mjög mikilvægur þáttur í þessu.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni, vill að borgarstjóri beiti sér fyrir því að aðalskipulagi Reykjavíkur verði breytt þannig að flugvöllurinn í Vatnsmýri fái að vera þar fram yfir árið 2030. Draga þurfi úr þeirri óvissu sem ríkt hafi að undanförnu. „Það þarf svo bara að vinna að því að skoða hvort það sé annar valkostur, eins og til dæmis Hvassahraun og þá hvort það sé einhver tilbúinn til að byggja flugvöll þar, því ekki er ríkið að fara að byggja flugvöll,“ sagði Halldór í Sprengisandi í dag. Halldór, og flokkur hans, hefur hingað til talað fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Hann segist nú tilbúinn til að skoða Hvassahraun sem framtíðarflugvöll betur – en að þó þurfi að setja við það ákveðna fyrirvara. „Ég er alveg tilbúinn til að ræða það. Mér finnst það ekkert út í hött.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði pólitíkina ekki virðast höndla þetta mál. Um sé að ræða áratugalangar deilur en segist ekki sjá neitt uppbyggilegt koma út úr því rifrildi. „Þetta er orðið að tákni einhvern veginn um spennu milli landsbyggðar og höfuðborgar sem er bara vont. Þannig að jafnvel þegar það er kominn kostur sem að í raun mætir mjög mörgum, kannski réttmætum áhyggjum sem hafa verið í þessu máli, sem eru til dæmis hagsmunir innanlandsflugs og þar með landsbyggðar, hagsmunir sjúkraflugs og svona. Ef það er hægt að mæta þessum hagsmunum í Hvassahrauni, af hverju má þá ekki skoða það? Segjum að það sé rétt hjá Halldóri að ríkissjóður þurfi ekki að setja krónu í málið heldur væri hægt að byggja annan völl, annað hvort með tekjum af landi ríkisins í Vatnsmýri eða þá að einkaaðilar gerðu það bara, af hverju má þá ekki skoða það,“ sagði hann. Halldór ítrekaði þá fyrri orð sín: „Ég kalla þá eftir því að þessir einkaaðilar fari að gera eitthvað. En Dagur þarf að sama skapi að lengja tíma flugvallarins í Vatnsmýri út skipulagstímabilið. Mér finnst það mjög mikilvægur þáttur í þessu.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira