Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 12. apríl 2016 08:00 Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir skipa saman hljómsveitina Náttsól. Vísir/Anton „Ég er bara ennþá að átta mig á því að við höfum unnið, það er ótrúlega mikill heiður að vinna svona stóra keppni. Þetta var mjög hörð keppni og við vissum ekki hverju dómararnir voru að leita eftir og allir skólar áttu jafna möguleika á því að vinna,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, söngkona og nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún skipar, ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, hljómsveitina Náttsól sem bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna um síðastliðna helgi. Hljómsveitin Náttsól var stofnuð í fyrra og hafa þær allar sem ein unnið hörðum höndum að því að semja sitt eigið efni ásamt því að taka upp coverlög eftir Íslenskar söngkonur. Náttsól tók einnig þátt í Músíktilraunum sem líka fór fram um helgina og komst hún alla leið í úrslit. „Það var mikill sigur fyrir okkur að komast í úrslit í Músíktilraunum, en við erum nýfarnar að semja okkar eigið efni. Bara það að semja þrjú lög og koma þeim öllum í keppnina var frábært, hvað þá að komast í úrslit. Við einblínum mikið á þrírödd og lágstemmdan hljóðfæraleik,“ segir hún ánægð með árangurinn. Flest allir muna þó eftir Elínu Sif þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með framlagi sínu í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar söng hún frumsamið lag. „Söngvakeppni sjónvarpsins var risastór stökkpallur fyrir mig. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa tekið þátt þar, þetta var mikil reynsla og gott að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að keppninni. Í kjölfar keppninnar fékk ég fullt af tækifærum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis höfðu stelpurnar Guðrún og Hrafnhildur samband við mig og buðu mér að koma í hljómsveitina Náttsól eftir að þær sáu mig í söngvakeppninni og leikstjórinn Baldvin Z hafði líka samband við mig og bauð mér í prufu fyrir sjónvarpsseríuna Réttur 3. Það var auðvitað æðislega gaman að taka þátt í því, ég fékk að leika með ótrúlega flottum leikurum,“ segir Elín Sif. Framundan hjá Elínu Sif er áframhaldandi vinna við tónlist ásamt því að einbeita sér að náminu og félagslífinu. „Það er nóg að gera í hljómsveitinni, ég ætla að leggja mikla áherslu á tónlistina núna, en það er samt aldrei að vita, ef ég fengi annað tækifæri í leiklistinni myndi ég klárlega skoða það,“ segir Elín Sif. Músíktilraunir Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
„Ég er bara ennþá að átta mig á því að við höfum unnið, það er ótrúlega mikill heiður að vinna svona stóra keppni. Þetta var mjög hörð keppni og við vissum ekki hverju dómararnir voru að leita eftir og allir skólar áttu jafna möguleika á því að vinna,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, söngkona og nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún skipar, ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, hljómsveitina Náttsól sem bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna um síðastliðna helgi. Hljómsveitin Náttsól var stofnuð í fyrra og hafa þær allar sem ein unnið hörðum höndum að því að semja sitt eigið efni ásamt því að taka upp coverlög eftir Íslenskar söngkonur. Náttsól tók einnig þátt í Músíktilraunum sem líka fór fram um helgina og komst hún alla leið í úrslit. „Það var mikill sigur fyrir okkur að komast í úrslit í Músíktilraunum, en við erum nýfarnar að semja okkar eigið efni. Bara það að semja þrjú lög og koma þeim öllum í keppnina var frábært, hvað þá að komast í úrslit. Við einblínum mikið á þrírödd og lágstemmdan hljóðfæraleik,“ segir hún ánægð með árangurinn. Flest allir muna þó eftir Elínu Sif þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með framlagi sínu í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar söng hún frumsamið lag. „Söngvakeppni sjónvarpsins var risastór stökkpallur fyrir mig. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa tekið þátt þar, þetta var mikil reynsla og gott að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að keppninni. Í kjölfar keppninnar fékk ég fullt af tækifærum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis höfðu stelpurnar Guðrún og Hrafnhildur samband við mig og buðu mér að koma í hljómsveitina Náttsól eftir að þær sáu mig í söngvakeppninni og leikstjórinn Baldvin Z hafði líka samband við mig og bauð mér í prufu fyrir sjónvarpsseríuna Réttur 3. Það var auðvitað æðislega gaman að taka þátt í því, ég fékk að leika með ótrúlega flottum leikurum,“ segir Elín Sif. Framundan hjá Elínu Sif er áframhaldandi vinna við tónlist ásamt því að einbeita sér að náminu og félagslífinu. „Það er nóg að gera í hljómsveitinni, ég ætla að leggja mikla áherslu á tónlistina núna, en það er samt aldrei að vita, ef ég fengi annað tækifæri í leiklistinni myndi ég klárlega skoða það,“ segir Elín Sif.
Músíktilraunir Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira